Oft leitað langt yfir skammt.

Já, það er oft sem manni hættir til að leita langt yfir skammt.
Ég kom inn í sjónvarpsholið hjá mér í kvöld og tók þá eftir því að sólin endurvarpaði mynd af blómum sem ég er með þar í vasa á hvítan veggin bak við þau. Ég flýtti mér fram að ná í myndavélina og smellti af eins og óð væri áður en sólin sneri sér að öðru verkefni. Ég náði nokkrum myndum sumum með flassi, öðrum ekki. Sumum í Macro öðrum ekki. Nú er bara að muna hvað var hvað.

Mér fannst eins og einhver vildi sérstaklega sýna mér þetta því ég var ekkert á leið til að fara að horfa á sjónvarpið og átti svo sem ekkert erindi fram. Ég mundi heldur ekkert þegar ég var búin að taka myndirnar hvaða erindi ég átti fram í hol.

Ég er með eitt sýnishorn af þessari seríu

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Oft leitað langt yfir skammt.

  1. Jói says:

    Þegar þú ert að skoða myndir
    í albúminu þínu, þá stendur efst á síðunni [photo properties]. Ef þú smellir á það þá koma upplýsingar um myndina, á hvernig myndavél hún var tekin og hvaða stillingar voru notaðar.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Jói minn. alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Já það er svo sannarlega gaman að lifa!

  3. Þórunn says:

    Skuggar
    Já þetta eru einkennin, að sjá myndefni í hverju spori, þetta kemur vel út hjá þér og endilega að taka án þess að hafa flass, í svona tilvikum. Falleg mynd.

  4. afi says:

    Velkomin aftur, og flugeldasýningin bara byrjuð á fullum krafti. Þú þarft ekki aðstoð eins og þeir í Keflavík. Flott hjá þér.

Skildu eftir svar