Sólarlalgið við Ölfusá.

Ég stóðst ekki mátið að rölta þessa fáu metra frá húsinu mínu niður að Ölfusánni og taka nokkrar myndir af sólarlaginu í gærkvöldi.

      IMG_0203    IMG_0199    IMG_0201 

IMG_0202

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

9 Responses to Sólarlalgið við Ölfusá.

  1. Magnús Már says:

    Frábært
    Aldeilis frábært. Nú má Páll Stefánsson ljósmyndari fara að vara sig á samkeppninni. Endar þetta ekki bara með sýningu hjá þér tengdamóðir kær?

  2. Hulla says:

    Frábærar
    Þetta eru æðislegar myndir hjá þér Ragna. Bara frábærar. :o)

  3. afi says:

    Mín aldeilis farin að færa sig upp á skaftið. Er það ekki Austurvöllur næst?

  4. Þórunn says:

    Blessuð og sæl, gaman að skoða myndirnar þínar það er engin spurning að þú hefur gott auga fyrir myndbyggingunni og fallegum augnablikum. Það verður gaman að spjalla við þig um myndatökur og önnur sameiginleg áhugamál þegar við hittumst.
    Hvenær fáum við að vita hvað það var sem heillaði Hauk svona gersamlega um daginn??

  5. Ragna M says:

    Sæl nafna mín, ég mátti til með að leggja orð í belginn og þar sem við höfum ekki haft netsamband síðan 7. sept var mál til komið að kíkja á bloggið þitt. Það fór fyrir okkur eins og fleirum að við urðum afskaplega hrifin af myndunum þínum og útsýninu hjá honum Hauki og óskum við honum innilega til hamingju með íbúðina .Nú hefur þú fengið nýtt hlutverk og ekki í vandræðum að finna viðfangsefni handa börnunum. Sennilega breytist eitthvað áætlun um norðurferð að sinni hjá ykkur eða hvað? Með beztu kveðju ,sæl að sinni Ragna M

  6. Ragna says:

    Kær kveðja til ykkar allra.
    Þakka ykkur fyrir góða uppörvun í myndatökumálunum.
    Nú er bara dagaspursmál hvenær upplýsist hvað Haukur er að bralla en hann er að klára vinnusyrpu í dag.
    Nafna mín, ég veit ekki hvernig verður með norðurferð, kannski ef við gætum náð langri helgi og góðu veðri.
    Kæra netvinkona mín, já nú styttist í að við fáum að líta hvor aðra augum. Ég óska ykkur góðrar ferðar yfir hafið.

  7. Hulla says:

    Vá hvað mér er orðið illt á að velta mér upp úr þessu leyndarmáli ykkar. Plís farðu nú að segja frá. Hefur pabbi aldrei sagt þér hvað er ljótt að gera mig forvitna? Það er bara kvöl. :o)
    Kveðja héðan

  8. Ragna says:

    Hulla mín! Ég hélt ekki að þetta drægist svona fram eftir vikunni en þú færð að vita. Nei, nei, við erum ekki að fara að gifta okkur. Er pabbi kannski búinn að segja þér hvað hann er að gera? Kannski hefur þér bara ekki fundist það neitt merkilegt.

  9. Hulla says:

    Hugsa að ég hringi í kvöld
    Ok núna er ég sko forvitin. Ekkert merkilegt. hummm. Nei ég er ekki búin að hringja í pabba, var að hugsa um það en hætti svo við. Ég er orðin stór og á að geta beðið í nokkra daga. Þó það sé hræðilega erfitt. Hihihihi

Skildu eftir svar