Loksins skýring á stjörnum í augum.

Jæja,  þá er nú loksins komið í ljós af hverju Haukur var með stjörnur í augunum um daginn. Þetta átti nú aldrei að verða nein   hasarfrétt, enda kannski ekki þess eðlis. Ég hélt að ég gæti skýrt málið næsta dag en þar sem það gekk ekki eftir varð ég vör við að talsverð spenna fór í gang svo ég spilaði bara með.  Núna ætla ég hinsvegar að upplýsa að Haukur kom heim með stjörnur í augunum af því að hann varð ástfanginn  — af — bíl. Í fyrsta skipti á ævinni ætlaði hann sem sé að kaupa sér nýjan bíl úr kassanum. Bíllinn var ekki tilbúinn til afhendingar fyrr en í dag og nú er hann kominn heim í hlað á Sóltúninu.  Svona taka þeir sig nú út, Haukur og nýi bíllinn, með Kögunarhól, Ingólfsfjallið og Ölfusána í baksýn.

IMG_0252

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Loksins skýring á stjörnum í augum.

  1. Eiki says:


    Hvernig leit þessi kassi út???

  2. Hulla says:

    Til lukku
    Hann er BARA flottur. Og þið eruð æði saman. Skil núna af hverju mér datt ekki bíll í hug. Hélt þú mundir aldrei selja þann gamla og trygga. En þetta er frábært og mér líður miklu betur núna. :o) Til lukku frá öllum hér Hulla Eiki og börn

  3. Ragna says:

    Úr kassanum ???
    Já auðvitað kom hann í flottum harðviðarkassa. Nei, Eiki minn, það er auðvitað ekki von að ungt fólk í dag þekki hugtakið að eignast bíl „úr kassanum“ því það mun löngu liðin tíð að bílar komi í kössum til landsins. Við erum bara orðin svona gömul.

  4. Sigurrós says:

    Hann Eiki hefur nú örugglega bara verið að grínast með kassann 😉
    En já, nýi bíllinn er rosalega flottur. Ég hlakka til að vera boðin í bíltúr 🙂

  5. eva says:

    Pabbi minn er flottastur, sama hvaða bíll fylgir honum.

  6. Þórunn says:

    Til hamingju með nýja bílinn, mig grunaði það svo sem að málið snerist um bíl, það er ekki um svo margt annað að ræða, þegar menn á besta aldri fá stjörnur í augun.

Skildu eftir svar