Gaman að verða tveggja ára.

Það var spennandi í barnaafmælinu í gær, að dúkinn á borðinu áttu börnin að skreyta sjálf og fylgdu litir til að teikna listaverkin með. Mér sýnist Jón Ingi ætla að feta í fórspor afa síns og nafna ef marka má áhuga hans á  því sem hann er að teikna á dúkinn. Afmælisbarnið er hin rólegasta að vanda og fylgist grannt með því sem gestirnir eru að aðhafast. Þetta er annar afmælisdagurinn hennar, en líklega í fyrsta sinn sem hún er í slíku aðalhlutverki. Það kepptust allir við að taka myndir og myndirnar hans Magnúsar Más eru margar og fínar eins og sjá má ef smellt er á myndir. 

Þetta var mjög skemmtilegt afmæli og ekki voru veitingarnar af verri endanum frekar en vant er á þeim bæ og mikið var líka gaman að hitta systurdæturnar og fjölskyldur. Ég þakka bara kærlega fyrir mig sæl og södd.
 IMG_0319

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Gaman að verða tveggja ára.

  1. Ragna says:

    Eitthvert ólag.
    Ég sé að það er eitthvert ólag á að sjá myndirnar hans Magnúsar. Hann er kannski kominn með þjófavörn því tengdó er alltaf að stelast í albúmið 🙂

  2. Jói says:

    Nei nei
    Það virðist bara vanta aftan á slóðina hjá þér, hann er með albúmið uppi en bætti 2 ára fyrir aftan nafnið

  3. Ragna says:

    Engin þjófavörn.
    Komið í lag.

Skildu eftir svar