Lífið er yndislegt.

Kæra dagbók !

Ég ætla að segja þér frá því að í nóvember 1945 fæddist lítil stúlka í litlu húsi í Kleppsholtinu. Hún ólst upp við ástríki foreldra sinna og tveggja eldri systra sem báru hana á höndum sér. 

Á unglingsárunum kynntist hún síðan stóru ástinni í lífi sínu og þau giftu sig þegar hún var 18 ára gömul og hann 19 ára. Þau undu sér vel í hjónabandinu þar til dauðinn skyldi þau að, eins og hann séra Árelíus kvað á um þegar hann gaf þau saman í hjónabandið. Þau höfðu gengið sinn æviveg saman í 34 ár en síðustu árin voru erfið. Tvær yndislegar dætur voru ávöxtur þessa hjónabands og tveir frábærir tengdasynir hafa síðan bættst við ásamt tveimur barnabörnum og það þriðja á að líta dagsins ljós í vor.

Þessi mynd er tekin 1980.

aaa.jpg

En, það tók við nýr kafli í lífi stúlkunnar, sem nú var ekki lengur lítil stúlka heldur var hún komin á miðjan aldur. Hún kynntist aftur ástinni, flutti austur á Selfoss og nýtur nú  lífsins og tilverunnar umvafin góðu fólki.

haukur_og__ragna.bmp

Nú er sú aldraða í burtu með dætrum og tengdasonum, að fagna því sem gerðist í litla húsinu í Kleppsholtinu fyrir 6 áratugum. Á morgun eða hinn segir hún kannski frá því hvað hún var að bralla um helgina.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

10 Responses to Lífið er yndislegt.

  1. Sigurrós says:

    Elsku mamma,
    Vonandi verður afmælishelgin jafnyndisleg og skemmtileg og ráðgert er. Þú átt það skilið!

  2. Hamingjuóskir!!!!!!!
    Elsku Ragna okkar!!
    Innilegar hamingju óskir með daginn í dag. Óskum þess öll hér að helgin ÞÍN verði yndisleg.
    1000 kossar og knús héðan

  3. Þórunn says:

    Hamingjuóskir
    Kæra Ragna, við sendum þér innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins, njóttu hanns vel.
    Við hlökkum til að heyra hvernig helgin var.
    Þórunn og Palli

  4. Vilborg says:

    Afmæliskveðja
    Elsku Didda.
    Ég óska þér innilega til hamingju með daginn og vona að helgin verði skemmtileg hjá þér.
    Kv.Vilborg frænka

  5. Stefa says:

    Hamingjuósk
    Innilega til hamingju með afmælið elsku Ragna *knús*. Hugsum hlýlega til þín úr Njörvasundinu.

    Kveðja,
    Stefa og fjölskylda

  6. afi says:

    Ung í anda
    Til hamingju með daginn, fjölskylduna og allt saman. ¨Ó er ekki tilveran dásamleg¨!!

  7. Ragna says:

    Hjartans þakkir.
    Ég þakka ykkur fyrir góðar kveðjur hérna á síðunni minni og fyrir öll fallegu netkortin sem ég hef fengið og Þórunn mín og Palli það var svo gaman að þið skylduð hringja til mín. Ég sendi ykkur öllum góðar kveðjur og knús á öldum veraldarvefsins.

  8. Birna Þorsteins says:

    Til hamingju
    Innilega til hamingju með afmælið kæra Ragna, kær kveðja, Birna.

  9. Birna Þorsteins says:

    Til hamingju
    Innilega til hamingju með afmælið kæra Ragna, kær kveðja, Birna.

  10. Helga Þorsteinsdóttir says:

    Kæra Ragna
    Innilega til hamingju með árin 60.
    Bestu kveðjur frá Hvolsvelli

Skildu eftir svar