Forréttindaamma.

Ég var að hugsa um það hvílík forréttindaamma ég væri að fá að vera með barnabörnunum á hverjum degi og fá að hlæja með þeim og hlusta á  þau rabba um skólann og tilveruna. Ég tek eftir því eftir að þau fóru að koma hérna til mín, að þau eru meiri félagar en ég hafði tekið eftir áður. Skýringin á því er nú kannski sú að nú eru  bæði komin í skóla. Stóra systir hefur samt vakandi auga með bróður sínum og mér finnst oft broslegt þegar hún er að siða stubbinn til og byrjar þá gjarnan, "Já en Oddur minn svona gerir maður ekki" nákvæmlega í sama tón og sagt hefur verið við hana sjálfa, bæði af mömmu og ömmu. 
Svo þarf amma auðvitað stundum að vera sáttasemjari, þegar skoðanirnar eru stál í stál en það ber minna og minna á því. Í dag gekk okkur vel að baka saman heilsubollur og hafði hver sitt verk að vinna enda varð útkoman bara góð hjá okkur.

Ég sný ekki aftur með það að mér finnst ég njóta mikilla forréttinda í þessari nýju vinnu minni og finn ekki eins mikið fyrir að vera ekki lokuð inni á skrifstofu eins og ég var áður en ég þurfti að hætta að vinna.

Á þessari mynd er stóra systir aðeins að segja stubbnum til í góða veðrinu í fyrradag.

IMG_0441

og hérna er hún að búa til tertu. Gott að hafa kryddblómið svona nærri til að geta stráð yfir í lokin.

IMG_0439

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Forréttindaamma.

  1. afi says:

    Góð fyrirmynd.
    Því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft. Ekki er það verra að hafa svona góða fyrirmynd daglega í kringum sig.

  2. Ragna says:

    Ekki veit ég nú hversu góð fyrirmyndin er en hún reynir allavega sitt besta. En hvort það sama hentar fyrir nútímabörnin og manns eigin á eftir að koma í ljós. Vonandi er amma ekki orðin of gömul í svona uppeldishlutverk.

Skildu eftir svar