Gamla konan og tæknin.

Nú eru allar myndir komnar inn svo það er alla vega hægt að kíkja á þær frá a – ö. Ég vanmat auðvitað gömlu konuna og hélt að hún gæti ekki sett inn myndir af diski, en Jói hafði tæmt af vélinni minnni á fistölvu og lét síðan yfir á disk. Gamla konan bókaði sem sé að nú væri hún í vondum málum og kynni ekkert á nýju græjurnar og lét því myndirnar sem voru á vélinni inn á tölvuna og ætlaði að leita hjálpar með diskinn. Þegar átti síðan að slökkva á tölvunni í gærkvöldi ákvað sú gamla að prufa nú hvort hún kæmist eitthvað áleiðis og – viti menn-  þetta gekk allt eins og í sögu og myndirnar runnu inn í myndageymsluna. Það var bara einn mínus á, hún gat ekki með nokkru móti komið því þannig í myndaalbúmið á heimasíðunni að fyrstu myndirnar, sem byrja á 001, kæmu fremstar og síðan koll af kolli. Þetta varð því eins og í biblíunni,  Þær síðustu urðu fyrstar og þær fyrstu síðastar.

Eins og skipulagið átti að vera gott á þessu hjá mér. Fyrsta myndin númer 001 átti að vera sú sem ég tók við útidyrnar þegar ég beið eftir að verða sótt um morguninn og svo koll af kolli. Kannski fæ ég einhverntíman hjálp við að raða þessu rétt upp.  Ég er nú bara gömul kona að gera mitt besta. 

Ég þakka enn og aftur fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Gamla konan og tæknin.

  1. Jói says:

    Lagaði það
    Lagaði röðunina. Í framtíðinni þá geturðu gert það með því að fara í Edit Album, velja þar Album flipann og í Sort order velja úr felliglugganum origination date og smella svo á takkann neðst á síðunni til að vista.

    Þá les albúmið upplýsingar sem eru í myndunum sjálfum um hvenær þær voru teknar og raðar eftir því. Ætti ekki að klikka nema klukkan í myndavélinni ruglist í miðjum klíðum.

  2. afi says:

    Minningin lifir.
    Fallegar myndir sem varðveita góðar minningar. Furðu góðar myndir úr svona lítilli myndavél.

  3. Ragna says:

    CANON IXUS 700
    myndavélin er mjög öflug þó hún sé smá. Ég smækka myndirnar mikið til að setja í albúmið á vefnum og þær missa talsvert af skerpu við það, ekki veit ég þó hvers vegna, en þær þola að vera það stórar að þær fylli meðal sjónvarpsskjá, skýrar og flottar.

  4. Ragna says:

    Jói minn. Þakka þér kærlega fyrir hjálpina. Ég vona að ég muni hvað ég á að gera næst þegar slíkt kemur upp. ég er ekki alveg búin að læra á allt nýja „systemið“ ennþá.

  5. Linda says:

    Innilega til lukku með afmælið Ragna mín..
    Glæsilegar myndirnar og fallegar gjafirnar..

    Svo þarftu ekkert að afsaka þig með aldurinn og þekkingarleysið í sambandi við að setja inn myndir af geisladiski.. Veit um eina konu sem er nokkrum árum eldri en þú, og á hún í mesta basli með að nota takkasíma.. Hún vill helst bara nota gamla, góða hlunkinn með snúningsskífunni..

  6. Jói says:

    Myndirnar eru stórar á vefnum
    Myndaalbúmið býr sjálft til minni útgáfu af myndunum, nýja myndaalbúmið breytti þessu reyndar örlítið þannig að í stað þess að hægt sé að smella á myndina til að fá risastóru myndina, þá þarf nú að smella á Full size, sem er rétt fyrir ofan myndina hægra megin.

Skildu eftir svar