Jólavefur Júlla.

Ég man ekki hvort ég talaði um það hérna í fyrra að ég hefði rekist á svo frábæran jólavef sem heitir Jólavefur Júlla.  Ekki veit ég hver þessi Júlli er, en þessi vefur er svo einstaklega fallegur og vel unninn að það er unun að skoða það sem þar er. Ég sá að það væri hægt að panta hjá honum disk með jólasögum og gerði ég það. Diskurinn kom í dag og hlustuðum við barnabörnin á hann og nutum öll lestursins. Sögurnar eru góðar og vekja til umhugsunar um það góða og hvernig koma á fram við náungann. Við eigum eftir að hlusta á diskinn aftur þegar nær dregur jólum og hafa þá jólalegt í kringum okkur. Svo er ekki síðra að þarna er að finna hvílíkan fjölda af jólalagatextum, allt á svo fallegum grunni og fleira og fleira.

Ég bara varð að benda ykkur vinir mínir á þennan frábæra vef ef þið hefðuð ekki vitað af honum. Þið smellið bara á Jólavef Júlla og skoðið sjálf.

Nú fer aldeilis að styttast í aðventuna. Ég var að uppgötva að hún byrjar bara um næstu helgi. Mikið hlakka ég til að fara að tína fram jóladótið og setja upp jólaseríurnar. Nú verð ég að vera dugleg að príla því Haukur er alveg úr leik þetta árið, situr bara með fótinn í gifsi og lætur fara vel um sig. Æ, hann á það nú svo sannarlega skilið að láta fara svoldið vel um sig.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Jólavefur Júlla.

  1. Þórunn says:

    Jólastemming
    Góðan daginn, þakka þér fyrir að benda á Jólavef Júlla, ég skoðaði hann oft í fyrra en var svo búin að gleyma honum. Þarna er vandaður vefur á ferðinni og mikill fróðleikur. Það hellist yfir mann jólastemmingin við að lesa hann.

  2. Svanfríður says:

    Halló
    Þar er ég sammála þér með jólavefinn. Hann er yndislegur. Ég er tónmenntakennari að mennt og þegar ég kenndi þá hjálpaði hann mér mikið í efnisleit fyrir jólin. Hvar fannstu þennan disk. Ég fór svona á hundavaði yfir síðuna og fann hann ekki. Góðar kalkúnakveðjur, Svanfríður

  3. Ragna says:

    Hérna finnurðu það Svanfríður, efst á síðunni. http://julli.is/jol/jolayfirlit.htm Kær kveðja og „HAPPY THANKSGIVING“, er það ekki í dag???

  4. Takk
    Kæra Ragna takk fyrir falleg orð um vefinn minn og takk fyrir að auglýsa hann og diskinn minn. Megi þú og þín fjölskylds eiga gleðilega jólahátíð og njóta aðventunnar.

    Júlli

Skildu eftir svar