Það hafðist

Ég er rosalega montin af sjálfri mér. Ég tók mig til í dag og setti sjálf – þ.e. án allrar hjálpar- upp grenilengjuna og ljósaseríuna úti.   Magnús Már var búinn að bjóðast til að gera þetta fyrir mig en mig langaði bara svo til að gera þetta sjálf svo ég afþakkaði alla hjálp.

Auðvitað varð ég svo að taka mynd máli mínu til sönnunar. Það glampar reyndar aðeins á hurðina á þessari mynd og ljósin á Cyprusnum sjást ekki því ég var svo vitlaus að taka ekki flassið af, en ég læt hana flakka samt.

IMG_0545

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Það hafðist

  1. Svanfríður says:

    Dugleg deppa!

  2. Þórunn says:

    Jólahús
    Þetta vissi ég að þú gætir alveg og það kemur mjög vel út hjá þér. Ég er ekki viss um að myndin hefði orðið betri með flassi, ljósin í þakskegginu koma svo vel út þarna.

  3. Kolla says:

    Bráðum koma blessuð jólin
    Ó, þetta er svo jólalegt!
    Nú fer ég út að hengja upp ljósin.

  4. Linda says:

    Mjög snyrtilegt og jólalegt..
    😉

  5. afi says:

    Þetta er mjög flott hjá þér. Víst sjást rauðu og fallegu ljósin á Cyprusplöntunum. Einstaklega smekklegt allt saman. Þú ert aldeilis dúleg.

  6. Ragna says:

    Alltaf er maður lúnkinn við að sníkja sér smá hól. Ég þakka bara fyrir mig, ég er ánægð með þetta og sérstaklega finnst mér skemmtilegar lyngplönturnar sem lifa á þessum árstíma og ég gat sett í pottinn hjá Cyprusnum og víðar.

  7. Edda GG says:

    fallegt
    Þú ert dugleg Didda mín,
    mikið er fallegt húsið þitt

Skildu eftir svar