Merkileg heimasíða.

Ég fór í dag inn á heimasíðu sem mér finnst mjög merkileg og sérlega fróðleg  http://www.islandia.is/viggast/vs.htm  Ég var að lesa um raunir þessarar konu sem átti son sem endaði líf sitt þegar hann átti eftir tvo daga í tvítugtl eftir miklar raunir og hremmingar frá unga aldri. Hún er einnig með alls konar tengla inn á mikinn fróðleik og tómstundir.  Þess virði að skoða.


Dagurinn í dag hefur verið á rólegu nótunum hjá mér. Ég sótti Karlottu á leikjanámskeið kl. 13:oo því Guðbjörg var sjálf á námskeiði og verður aftur á morgun. Við Karlotta sóttum svo Selmu í myndatöku og plötuðum hana til að koma aðeins með okkur í Sóltúnið. og keyrðum hana síðan heim um þrjúleytið. Hún er svona farin að staulast aðeins en aðeins með því að taka inn einhver ósköp af verkjalyfjum.  Manni finnst alveg ótrúlegt í þessu velferðarkerfi okkar hvað mikið er afgreitt með því að láta fólk bara taka inn pillur og fleiri pillur ef það er að farast af kvölum. Nú er Selma búin að vera að drepast í kvölum síðan á sunnudeginum um verzlunarmannahelgina og hún var að telja það saman að hún væri búin að taka um 100 pillur síðan hún var send heim af spítalanum á þriðjudaginn var.  Hún var líka að segja að á meðan hún lá á spítalanum þá var hún ekkert rannsökuð, engar myndatökur, engin blóðprufa eða nokkrar aðrar rannsóknir.  Þessi myndataka í dag var ekki að frumkvæði sjúkrahúslæknanna heldur af því að Selma krafðist þess að vera eitthvað rannsökuð. Vonandi að þeir fari allavega að finna út hvað það er sem veldur henni þessum kvölum.


Ég á von á rólegu kvöldi. Vonandi samt ekki eins rólegu og síðustu kvöldum en þá hef ég meira og minna steinsofnað yfir sjónvarpinu og síðan verið að drolla fram eftir öllu án þess að verða syfjuð aftur og vakna síðan snemma á morgnanna.  Haukur er búinn að vera hérna svo lengi núna að ég á eftir að venjast því aftur að vera ein á kvöldin án þess að detta alltaf útaf. Ég fer að verða eins og hún mamma mín blessuð sem talaði stundum um hvað þær væru furðulegar og samhengislausar þessar kvikmyndir í sjónvarpinu en þá kom í ljós að hún hafði sofnað í einni myndinni en vaknað í miðri þeirri næstu og áttaði sig ekki alveg á atburðarrásinni. Já svona er nú það. Mitt næsta verk er sem sagt að koma mér í réttan gír og ganga heldur um gólf á kvöldin en halda þessu áfram.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Merkileg heimasíða.

  1. Sigurrós says:

    Myndatökur…
    Myndatökur á spítalanum?!? En þú manst, mamma mín, að spítalar eru ekki ljósmyndastofur! Rétt eins og læknirinn sagði við okkur tvær á Borgarspítalanum þegar ég sat þar illa fótbrotin og hann vildi ekki taka mynd…

Skildu eftir svar