Laufabrauðs- Piparkökuhelgin.

Ég sé að Sigurrós er búin að skrifa svo fína færslu um það sem við gerðum saman um helgina að ég ætla ekkert að reyna að bæta um betur heldur vísa bara í færsluna hennar  HÉR

 —————————————

Ég var nú heldur betur skúffuð þegar ég ætlaði að hefja myndartökur á fimleikahátíð ungmennanna hérna á Selfossi í íþróttahúsinu á laugardaginn og í ljós kom að ég hafði gleymt að athuga hvað væri mikið eftir af batteríinu í vélinni – Það reyndist sem sé tómt.  Það vildi bara til að Sigurrós var líka með myndavél. 

Ég læt hinsvegar fylgja nokkrar jólamyndir sem voru teknar hérna heima um, helgina:

Hér er gott að tylla sér í lok dagsins. Eitt árið föndruðum við í frænkuklúbbnum úr tré og þá gerði ég þetta skemmtilega jólatré með ljósaseríu í.

dagatalshorni..jpg

 Hér er mynd af Karlottu sem var svo dugleg í laufabrauðsútskurðinum.

 karlotta_litk__laufabrauinu..jpg

 Svo er hér ein  úr piparkökubakstrinum.

piparkkubaksturinn.jpg 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Laufabrauðs- Piparkökuhelgin.

  1. afi says:

    Þetta er nú meiri myndarskapurinn. Allir leggja hönd á plóg, ungir sem (aldnir)? minna ungir. Ekkert kynslóðabil þarna.

  2. Þórunn says:

    Stemming
    Það hefður verið frábær stemming þarna, það er svo gaman að gera hlutina saman og búa til svona jólahefðir. Það er lítið um kökubakstur í Kotinu, enda aðeins tveir öldungar til að borða bakkelsið.

  3. Linda says:

    Kraftur
    Það er meiri krafturinn í ykkur, maður bara fölnar..
    Piparkökur og laufabrauð í hundraðavís..
    Líst vel á þetta hjá ykkur..

Skildu eftir svar