Til hamingju með nýja vefinn Sigurrós mín.

Nú er Sigurrós komin með nýtt útlit á vefsíðuna sína, það birtist fyrst þann 1. janúar. Það kennir margra grasa hjá henni og ég hef oft heyrt um þá sem hafa notað sér glósur og annað  sem hún á í fórum sínum. Svo er hún líka með sögur sem hún hefur samið ýmist ein eða með samkennurum til að nota við lestrarkennslu  og söngtexta ýmiskonar. Það er alveg þess virði að  heimsækja hana.

Auðvitað er mamma mjög montin og mátti til með að auglýsa nýja vefinn – mömmur eru bara svona og verða að fá að vera svolítið montnar af börnunum sínum. Ég vona að það sé í lagi Sigurrós mín að ég setti um þetta smá pistil hérna á síðuna mína.

sigurros1.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Til hamingju með nýja vefinn Sigurrós mín.

  1. Svanfríður says:

    Góðan daginn Ragna. Vonandi muntu eiga góðan dag…þó hann sé hálfnaður þegar ég skrifa þetta:)

  2. Linda says:

    Held það sé nú í lagi að vera montin af börnunum sínum, enda stórkostlega vel aðgengileg síða hjá henni..
    Langar líka að hrósa þér fyrir myndirnar í síðustu færslu.. rosalega góðar..
    Og það sem meira er, matarstellið á myndinni.. Svakalega er það fallegt..
    Er nú alveg veik í eins og eitt sett..

  3. Sigurrós says:

    Takk fyrir umfjöllunina 🙂

  4. Þórunn says:

    Nýtt útlit
    Ég leit inn á síðuna hennar dóttur þinnar í gær og gleymdi mér algjörlega. Ég varð líka svo hrifin af materstellinu og því hvað það var lagt smekklega á borðið. Sjaldan fellur eplið langt frá Eikinni.

  5. afi says:

    Mjög smekklegt
    Þú mátt svo sannarleg vera montin og hreykin af dótturinni. Þetta er mjög flott hjá henni. afi er bara mjög ánægður með ykkur báðar. Alltaf sama sagan um eikina og eplið.

  6. Sigurrós says:

    Matarstellið
    Linda, varðandi matarstellið – þetta er nýsjálenskt matarstell frá Maxwell Williams http://www.maxwellwilliams.co.nz Ef þú ert með nafnið á þessu þá gætirðu prófað að spyrjast fyrir um það úti. Ég er rosalega ánægð með það – mig langaði svo í svona ferkantað stell og er hæstánægð með þetta 🙂

  7. Linda says:

    Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar.. Nú þýðir ekkert annað en að fara í fyrirspurnaleiðangur í allar postulínsverslanirnar..

Skildu eftir svar