Litli prinsinn skírður í dag.

Í dag var hann skírður litli prinsinn á afmælisdegi pabba síns. Séra Gunnar Björnsson skírði og það var skírt heima ásamt nánustu fjölskyldu. Foreldrar Magnúsar Más, systir og tvær dætur hennar komu frá Akureyri, bróðir MM kom frá Sauðárkróki, Sigurrós og Jói úr Kópavoginum og svo við hérna á Selfossi. Þessi afmælisdagur verður Magnúsi sjálfsagt ætíð minnisstæður því það er ekki á hverjum afmælisdegi sem maður fær að halda á syni sínum undir skírn. Við ömmurnar vorum hinsvegar skírnarvottar. Þetta var allt alveg yndislegt og ekki var verra að heyra nafnið á drengnum því við ömmurnar sem báðar heitum Ragna fengum nafna okkar og erum mjög stoltar af. Litli ömmustrákurinn heitir

skirn2.jpg

Hér bíður maður rólegur eftir að fara í fallega skírnarkjólinn sem mamma hans prjónaði.

skirn1.jpg

Svo eru það montnu ömmurnar með Ragnar Fannberg Magnússon

skirn3.jpg

Svo eru auðvitað allar hinar myndirnar mínar hér

Magnúsar myndir hér

og Sigurrósar myndir hér

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

9 Responses to Litli prinsinn skírður í dag.

  1. Sigurrós says:

    Þetta var yndislegur dagur og nafnið er svo fallegt 🙂

  2. Jenni says:

    Innilega til hamingju ,og nafnið er fallegt á litla töffaranum.

  3. Svanfríður says:

    Fallegt nafn
    Mér hefur alltaf fundist nafnið Ragnar vera fallegt nafn..mér finnst vera einhver kraftur í því. Til hamingju með strákinn og nafnið.

  4. Linda says:

    Innilegar hamingjuóskir með litla nafnann Ragna mín.. Hann mun bera nafnið með stolti.
    Skírnarkjóllinn er ofsalega fallegur..

  5. afi says:

    Fallegt nafn á fallegan prins. Innilegar hamingjuóskirn til ykkar allra.

  6. Hulla says:

    Innilega til hamingju með litla prinsinn, og nafnan. Æðislegur skírnarkjóll og allt svo fallegt. Veit að þú ert í skýjunum núna 🙂
    Kossar og knús á ykkur öll.
    Ástarkveðjur héðan, Hulla og co

  7. Þórunn says:

    Ragnar
    Elsku Ragna, ég óska þér innilega til hamingju með nafnið á prinsinum, mikið var hann heppinn að fá svona kröftugt ramíslenskt nafn. Ég dáist líka að kjólnum, kökunni og öllu í kringum þessa fallegu athöfn. Kveðjur frá Palla og mér, Þórunn

  8. Anna Sigga says:

    Til hamingju með nafnann!
    Frábært að hann skuli heita í höfuðið á báðum ömmum sínum! 🙂 Kveðjur úr bænum.

  9. Ólöf says:

    Til hamingju með litla nafna!
    Það er gott að vita að allt er rólegt í nágrenninu.
    Kær kveðja frá Cardiff.

Skildu eftir svar