Nú skal Jazzað

Loksins er nýi bíllinn minn kominn í hlað.

jazzinn.jpg

Hann er nú sætur, finnst ykkur það ekki?

Umboðið færði mér hann alveg heim að dyrum í morgun.  Misskilningurinn með litinn var frá umboðinu úti en það skráði alla liti sem voru í bláum lit á sama litanúmer. þetta uppgötvaðist svo ekki fyrr en minn hafði verið afgreiddur í dökkbláum lit en átti að vera svona ljósblár.  

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

8 Responses to Nú skal Jazzað

  1. Linda says:

    Til hamingju
    Til hamingju með gripinn..
    Rosalega sætur og krúttlegur.. oohh, ég finn „nýjubílalyktina“ alveg í gegnum netið.. aahhh…
    Þetta er sérstakur ilmur..

    Til hamingju aftur. 🙂

  2. afi says:

    Eðalvagn
    Ekki smá flottur. Til hamingju með vagninn sem á eftir að svífa með þig út um allar tryssur og heima og geima.

  3. Sigurrós says:

    Æ, hvað hann er sætur og tekur sig vel út á planinu! Hlakka til að koma í heimsókn og taka Selfossrúntinn með þér 🙂

  4. Ragna says:

    Tæknivæddur eðalvagn
    Takk fyrir góðar óskir.
    Hann er mun tæknivæddari en sá gamli sem var tæknisnauður og frá síðustu öld, en hann kom manni samt alltaf á leiðarenda blessaður.

  5. Þórunn says:

    Nýr bíll
    Innilegar hamingjuóskir frá okkur í Portúgal. Þetta er fallegur bíll, en mér finnst hann vera silfurlitaður, eitthvað undarlegir litir á skjánum mínum. Takk fyrir kveðjurnar, nú styttist óðum í ferðalagið hjá okkur.

  6. Eva says:

    Til hamingju, hann fer þér vel 🙂

  7. Edda says:

    Til lukku
    Til hamingju með nýja bílinn mín kæra.
    Hann er ferlega krúttaralegur og sætur.
    Hlakka til að fara með þér í bíltúr við tækifæri.

    kveðja
    þín Eddagg

  8. Gurrý says:

    Fallegur!
    Til hamingju með þennan fína bíl..glæsilegur alveg

Skildu eftir svar