Kuldakast en samt hlýtt.

Það er nú meira hvað það er búið að vera kalt undanfarið, frost á nóttunni en stíf norðanátt og kuldi á daginn. Það voru allir svo glaðir um daginn þegar hitinn fór í yfir 20 stig í nokkra daga og maður hélt að vorið væri komið með svona miklum elegans en það var of gott til að vera satt.

Við Haukur fundum skjól hérna fyrir utan eldhúsgluggann einn daginn þegar lofthitinn var kominn í 6° og sól svo við ákváðum að nú yrði pallakaffi. Það var því allt borið út og síðan voru bara sett upp sólgleraugu, bitið á jaxlinn, drukkið kaffi og borðaðar kökur.

img_1672.jpg Það verða vonandi margir hlýir og góðir dagar í sumar svo hægt verði að flytja út á pallinn og njóta bæði kaffisopans og blómanna, þ.e.a.s. ef blessuð blómin lifa af í þessu kuldakasti.

Alltaf er sól og ylur í Eden en þangað buðu Magnús Már og Guðbjörg mér í dag. Það er mikill munur hvað það er orðið huggulegra að koma í Eden núna. Það er allt miklu snyrtilegra og betra loft en var.

Nafni minn vildi þó heldur kúra í fanginu á pabba en vera lokaður ofaní vagninum sínum.

img_1679.jpgKarlotta fór í bíó með vinkonu sinni og missti því af Edenferðinni.

Ég þakka fyrir mig.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar