26. mars – 26. maí

í dag eru tveir mánuðir liðnir síðan hann nafni minn Ragnar Fannberg fæddist.

Þessi mynd sem pabbi hans tók nýlega gæti heitið

"Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig"

DSCF1809

Svo hefur pabbi hans líka tekið tvö myndskeið af honum sem má sjá hérna.

Svo á hann Ragnar Fannberg von á frænku eða frænda sem kemur í heiminn í dag. Selma systurdóttir mín fer í keisaraskurð í dag og það verður spennandi að vita hvort hún eignast strák eða stelpu. Við bíðum spennt eftir nýja Selfossbúanum.

Ég bæti við færsluna þegar fréttirnar koma.

Lítill frændi fæddur.

Til hamingju Selma, Jói,

Sigþór og Sólrún María. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to 26. mars – 26. maí

  1. Linda says:

    Til hamingju með litla nafnann.. Hann er nú meiri gersemin..

  2. Svanfríður says:

    Æi, hvað menn eru fallegir og brosmildir með eindæmum. Ég brosi á móti, kútur.

  3. Sigurrós says:

    Æ, hvað það er nú yndislegt að litli Selmuson skuli vera fæddur, heilbrigður og hress! 🙂 Maður á aldrei að hætta að trúa á kraftaverkin!

Skildu eftir svar