Magnað kvöld – Kjósum Magna.

Já það er sko Magnað kvöld framundan og ég ætla að taka þátt í því með stæl. Reyndar verð ég bara ein í partýinu því Haukur er farinn í bæinn að vinna en ég ætla að horfa á hann Magna slá í gegn í Rock Star Supernova og kjósa svo villt og galið á eftir. Ætli ég kaupi mér ekki meira að segja popp til að hafa í partíinu mínu svo þetta verði svona alvöru sjónvarpspartí.

Ég hélt að í síðustu viku væru loka kosningarnar en það á enn eftir að kjósa svo nú er að duga eða drepast fyrir okkur íslendinga að koma Magna í lokaúrslitaþáttinn sem verður á morgun. Við getum ekki látið það sannast á okkur að koma honum svona langt og sleppa svo af honum hendinni þegar að úrslitum kemur.

Ég vil þó undirstrika að ég er ekkert spennt fyrir því að láta hann vinna þennan slag því mér finnst hann engan veginn passa inn í þennan félagsskap. En hann er búinn að standa sig svo vel og verið landi og þjóð til sóma allan tímann og verður því að fá að vera með allt til enda.

Magni er góð landkynning – kjósum hann  eins oft og við getum í nótt.

Förum inn á http://www.rockstar.msn.com/ og þegar sagt er í þættinum að búið sé að opna fyrir kosningu fara þá strax inná og smella á "vote" sem birtist undir Rock Star Supernova merkinu fyrir miðju efst á síðunni og kjósa svo án afláts eins lengi og maður hefur krafta til.

(Ég lenti í því fyrst að smella á vote vinstra megin til hliðar og fékk þá alltaf einhverjar upplýsingar sem ég hafði ekkert með að gera. Þessvegna er ég nú með þessar lýsingar fyrir þá sem ekki hafa enn kosið)

Góða skemmtun.

Ég veð að smella hérna inn einni mynd frá heimahögunum hans Magna.

Þessi mynd var tekin kvöldið fyrir Emiliönu Torrini og Sebastian tónleikana í sumar. Það var mikið fjör í bænum og fólk lét sig ekki muna um að skreyta húsin sín í tilefni dagsins.

Ekki efa ég að vel verður tekið á móti Magna þegar hann kemur á Borgarfjörð eystra að öllu þessu Ameríkuævintýri loknu.

kvold1jpg.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Magnað kvöld – Kjósum Magna.

  1. Linda says:

    Hann er nú betri en enginn hann Magni „okkar“.
    Verður maður ekki að segja Magni okkar þegar hann er orðinn svona heimsfrægur..

    Ég er búin að kjósa oft og oft og Clarence var meira að segja settur í það verkefni líka..

  2. afi says:

    Gamli er svo illa innrættur að hann vonar að Magni vinni ekki og verði fastur í þessari leiðindagrúppu. Hann á betra skilið. Nú eru honum allir vegir færir.

  3. Ragna says:

    Of góður strákur
    Ég er sammála því að ég vil ekki að Magni vinni en fyrir mér vakti að hann kæmist í síðasta þáttinn og það kemst hann ekki nema maður kjósi. Mér finnst nú Dilana og Lucas passa best við þessa gaura en mér finnst Magni ekki rétta týpan (allt of góður strákur).

Skildu eftir svar