Gullkorn

Það er alltaf öðru hvoru sem gullkorn rata af munni barnanna.

Mér er t.d. alltaf minnisstætt þegar Guðbjörg mín var lítil og hafði lent í einhverjum hremmingum sem ég man nú ekki lengur hverjar voru, en ég man alltaf svarið hennar þegar ég spurði hvort hún hefði ekki orðið hrædd " Nei,nei ég náttúrulega beit bara í axlirnar og ….."

Í gær var Karlotta eitthvað að spá í það hvar hún hefði átt heima frá því hún fæddist.

Samtalið okkar var á þennan veg:

"Sko amma, fyrst áttum við heima í ræsinu"

"Hvað segirðu barn í ræsinu? "

" Já þegar ég fæddist þá áttu pabbi og mamma heima í ræsinu"

"Veistu hvað ræsi er, það er þar sem gatan kemur að gangstéttunum og safnast rusl og óþverri í og  stundum er talað um að fólk sé alveg í ræsinu en það er ólánsfólk sem hvergi á heima og lifir bara á götum úti" 

Mín varð svolítið skrítin á svipinn og sagði svo:

"Æ amma, hvað heit það sem er þarna efst á sumum húsum?"

"Það heitir ris Karlotta mín og í Guðs bænum segðu engum að pabbii og mamma hafi átt heima í ræsinu þegar þú fæddist".

Svo hlógum við báðar að vitleysunni.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Gullkorn

  1. afi says:

    Hátt uppi
    Risíbúð, það var nú eitthvað betra en ræsið.

  2. Sæl Ragna, það er orðið langt síðan ég lagði orð í belginn, þó hef ég kíkt nokkrum sinnum en alltaf eitthvað komið uppá þannig að ekki var kvittað í það skiptið. Já krakkar geta verið svo einlæg og skemmtileg þegar þeim mismælist svona…eins gott að upplýsa ekki fjöldann um það að foreldrarnir voru í ræsinu hahaha..getur það verið að börnin eru farin að bera fram íslensku orðin með enskum framburði? Þ.e. ris=ræs??

  3. Sigurrós says:

    Það passar vel við ræsisþemað að ég sagði lækni á Slysó þegar ég var 12 ára að pabbi minn væri öreigi. Hann varð hvumsa fyrst en áttaði sig fljótt á að ég var í raun og veru að meina öryrki…

    Við Karlotta erum góðar saman 😉

  4. Svanfríður says:

    Yndislegt. Hvað er einn sérhljóði á milli vina?

  5. Linda says:

    Alveg yndislegt samtal!!
    Snilld..

  6. Anna Sigga says:

    Gullkorn barnanna
    eru alltaf yndisleg!
    Kveðja. Anna Sigga

  7. Eva says:

    Bráðskemmtilegar sögur 🙂

Skildu eftir svar