þarf ekki að þegja lengur.

Fyrir utan það hvað það er erfitt fyrir málglaða manneskju eins og undirritaða að þurfa að þegja þá er ekki síst erfitt að eiga að þegja yfir einhverju sérstöku en það er nokkuð sem ber að virða.

Ég hef vissulega vitað það í nokkra mánuði að ég ætti aftur von á barnabarni en var beðin um að bíða með að skrifa um það í dagbókina mína þangað til foreldrarnir sjálfir, þau Sigurrós og Jói væru sjálf búin að segja frá því í sínum dagbókum.  Auðvitað er erfitt að þegja yfir svona gleðifréttum en  það hefur þó tekist hjá mér þó ég hafi stundum verið komin nokkuð nærri því og kannski mátt lesa milli línanna að eitthvað slíkt stæði til. En nú má amma sem sé loksins segja frá.

Tíminn, jú auðvitað marsmánuður sem er að verða barnabarnamánuður hjá mér, ekki síst núna þegar þriðja barnabarnið af fjórum fæðist í mars. Nýja barnið verður því c.a. 15.mars, Karlotta 19.mars,  Ragnar Fannberg þann 26.  og svo er Guðbjörg mín þann 20.

Frjósemistíminn í þessari familíu virðist því vera júní/júlí.
 

fugl.jpg 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

11 Responses to þarf ekki að þegja lengur.

  1. Jólanta says:

    Til Hamingju
    Til hamingju með fjölgunina í fjölskyldunni! Þetta eru alltaf mestu gleðifréttir sem maður fær, ef nýtt líf hefur kviknað.
    Ég verð aldrei fyrir vonbrigðum með nýja vini, fagna þeim ávalt !

    Gangi þér allt í hagin kæra netvinkona
    kærleikskveðjur Jólanta

  2. Linda says:

    Innilega til hamingju með komandi barnabarn.. þetta eru yndislegar fréttir..
    Það virðist vera eitthvað í loftinu þessa dagana – maður heyrir endalausar óléttufréttir..

  3. Þórunn says:

    Gleðifrétt
    Innilegar hamingjuóskir frá okkur í Austurkoti, þetta voru góðar fréttir. Engin furða að þú ættir erfitt með að segja ekki frá. En auðvitað er það ákvörðun hinna verðandi foreldra, hvenær gleðifréttin er látin berast út.

  4. Svanfríður says:

    Yndislegar fréttir. Til hamingju með þetta…á ég að fara að kalla þig ömmu Rögnu?:)

  5. Guðlaug Hestnes says:

    til lukku
    Það er erfitt að þegja yfir svona gleðifréttum. Til hamingju. Bara af einskærri forvitni, eru einhver tengsl milli þín og Kristins Leifssonar? kveðja

  6. Sigurrós says:

    Sæl Guðlaug,
    Ég skal bara taka að mér að svara spurningunni fyrir hönd mömmu 🙂 Við Kristinn vorum sem sagt saman í bekk í grunnskóla og vorum svo kærustupar í tvö ár meðan við vorum í menntaskóla. Erum ágætis vinir í dag og hann sér alltaf um að stilla píanóið mitt 🙂
    Kveðja,
    Sigurrós bumbulína

  7. Hulla says:

    Til lukku
    Æ hvað þetta eru æðislegar fréttir. Vá hvað ég veit að þú ert spennt 🙂 Til hamingju bara!!! Hlakka til að sjá ykkur í febrúar. Knús á pabban minn

  8. Ragna says:

    Takk fyrir góðar óskir.
    Þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur og óskir – þetta er mikið tilhlökkunarefni eins og alltaf þegar von er á barni eða barnabarni.
    Guðlaug – Ég sé að Sigurrós hefur sjálf svarað spurningunni um Kristinn. Já hann var heimagangur hjá okkur um tíma, og ég kynntist ágætlega foreldrum hans sem eru yndælisfólk. Þekkir þú Kristinn?

  9. Guðlaug Hestnes says:

    ekki er
    heimurinn stór kæru mæðgur. Jú, ég kannast vel við drenginn, en foreldrar hans eru góðir vinir okkar hjóna. Enn og aftur til lukku með væntanlegt barn, ég bíð líka í ofvæni eftir nýju barnabarni, og litla Eyjólfi sem ætlar ásamt foreldrum sínum að dvelja í MÁNUÐ í ömmu og afahúsi. Hann ætlar að hressa svolítið upp á skammdegið. Kveðja.

  10. Ragna says:

    Mikið er nú lífið skemmtilegt.

  11. afi says:

    barnalán
    Mikið ertu lánsöm Ragna. Þetta voru góðar fréttir. Til hamingju með það.

Skildu eftir svar