Nýr dagur til að þakka fyrir.

Í dag ætla ég að þakka fyrir alla góðu dagana mína og fyrir það að hafa fengið að vakna hress og kát í morgun til að takast á við enn einn daginn sem mér er úthlutaður.

Ég hugsa sérstaklega um þetta núna á þessum sunnudegi. Ég hugsa líka um það að ekki eru allir eins heppnir í lífinu og ég og margir þurfa að kljást við alls konar vandamál og sjúkdóma.
Ég hef verið svo lánsöm að komast yfir þær hindranir sem á vegi mínum hafa orðið  og hugsa oft um hve lánsöm ég er. En, svo getur maður verið að kvarta og nöldra yfir því sem engu máli skiptir.

En nú er mál að þakka fyrir sig því það má ekki gleymast og ég geri það hér með.

Svo var ekki verra að þegar ég kveikti á tölvunni áðan þá beið mín svo falleg kveðja frá Þórunni og Palla. Takk fyrir það mín kæru.

Njótum þess sem lífið gefur okkur

í öllum sínum margbreytileika.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

12 Responses to Nýr dagur til að þakka fyrir.

  1. Sigurrós says:

    Til hamingju með afmælið, elsku mamma mín 🙂 Eigðu virkilega góðan dag og vonandi leyfir veðurspáin okkur að kíkja austur yfir fjall og halda upp á daginn með þér 🙂

  2. Loftur says:

    Elsku Ragna.
    Við sendum þér okkar allra beztu afmæliskveðjur frá Kóngsins Kaupinhávn. Ætlum að skreppa í sund á eftir með strákunum okkar og á morgun ætla þeir að halda sameiginlega afmælisveizlu fyrir okkur og vini sína hér á kollegiinu.
    Ég er svo heppinn að nú í dag er „feðradagurinn“ og sonur minn elskulegur ætlar að bjóða pabba gamla á ölstofu og það vill svo skemmtilega til, að það er bein útsending á Liverpúl leik á sama tíma !!! Skemmtileg tilviljun !?
    Allir biðja kærlega að heilsa og vona að þið eigið góðan dag saman.
    Loftur og co.

  3. Ragna says:

    Skemmtileg tilviljun
    Sigurrós mín, ég hlakka til að sjá ykkur á eftir.
    Loftur minn ég þakka þér kærlega fyrir kveðjuna og óska ykkur líka til hamingju.
    Viltu gefa öllum þínum „et lille klem og knus“ frá þeirri gömlu heima á Fróni. Skemmtileg tilviljun þetta með Liverpool ha,ha 🙂

  4. Jólanta says:

    Til hamingju með daginn kæra Ragna!

    Alltaf þarf maður að láta minna sig á að þakka fyrir það sem maður hefur! Og það að njóta hvers augnabliks til hins ýtrasta vegna þess að það er það eina sem maður á með vissu.

    Hafðu það gott í dag og alla aðra daga

  5. Sigrún í Mosó says:

    Til haminjgu með daginn, Ragna. Tek undir orð þín að maður eigi að vera þakklátur fyrir hvern dag eða hverja mínútu sem maður hefur.

  6. Nafnlaust says:

    Ragna,innilega til hamingju með daginn.
    Kveðja,Jens(Jóapabbi).

  7. Stefa says:

    Til hamingju með daginn elsku Ragna mín. Vona að hann hafi verið þér ánægjulegur í alla staði.

    Bestu kveðjur frá okkur,
    Stefa og fjölskylda

  8. Hulla says:

    Hamingjuóskir
    Hamingjuóskir frá okkur hér í Bojskov. Hafdu tad alltaf sem best elsku Ragna okkar.
    Kvedja Hulla, Eiki og børnin

  9. Vilborg says:

    Afmæliskveðja
    Til hamingju með daginn Didda mín – vonandi tekst okkur að ná frænkum saman um næstu helgi.
    Kv.Vilborg

  10. Guðlaug Hestnes says:

    til lukku
    með daginn frú mín góð. Afmæli eru yndisleg sem allir eiga að fá að taka þátt í. Lífið er svo hverfult að alla daga sem við fáum eigum við að lifa því lifandi sem best við getum.

  11. afi says:

    Þótt seint sé.
    Auðvitað færðu bestu hamingjuóskir frá elliærum afa. Betra er seint en aldrei, vonandi. „Bláa blómið býður enn. / Betra er seint en aldrei.“/ – Og botnaðu nú.

  12. Ragna says:

    Sú elliæra alveg á gati.
    Þakka þér fyrir kveðjuna afi. Þú setur mig alveg á gat að ætla að láta mig fara að botna vísu. Nú verð ég að leggjast undir feld því maður á víst alltaf að taka áskorunum – ekki satt?

Skildu eftir svar