Yndislegur dagur í gær.

Fyrst vil ég þakka ykkur öllum fyrir afmæliskveðjurnar í gær, þeim sem skrifuðu í orðabelginn, þeim sem hringdu til mín, þeim sem sendu SMS og ekki síst þeim sem komu í heimsókn.
Alveg er það yndislegt að vita að maður á svona marga góða að.

Svo kom hér einn inn um dyrnar sem fékk auðvitað alveg sérstakar móttökur. Haldið þið ekki að sveinki sjálfur hafi bara komið í eigin persónu – sjálfur hjartaknúsarinn. og, það munaði sko litlu að bróðir hans kæmi líka.
Sigurrós var nefnilega með mér þegar ég féll fyrst fyrir sveinka og þá strax fékk hún þá hugmynd að systurnar gætu gefið mér hann í afmælisgjöf. Ég ætlaði hinsvegar að biðja Hauk að ná í sveinka fyrir mig og koma með hann þegar hann kæmi úr vinnusyrpunni sem hann er í núna. En þegar Haukur hringdi í gærmorgun til að óska mér til hamingju með afmælið þá var ég stödd úti í búð og að samtalinu loknu nagaði ég mig í handarbökin yfir að hafa gleymt að biðja hann um að sækja sveinka – sem betur fer.

Jæja er ekki best að ég leyfi ykkur nú að sjá hvaða smekk ég hef fyrir slíkum sveinum og sjáið þið hvað hanan heldur flott í hendina á mér?  Ég held að við verðum flott par, ég vona bara að Haukur verði ekki afbrýðisamur 🙁

Fjölskyldan fékk að spreyta sig á nafngift á sveininn og hafði Sigurrós vinninginn. Hér eftir gengur hann því undir nafninu Hjartakrækir

va2jpg.jpgÉg átti yndislegan dag í gær og segi bara Takk,Takk. Myndir eru að sjálfsögðu komnar inn í albúmið.

Það eru líka komnar inn myndirnar úr ferðinni í Reynistað um daginn.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

10 Responses to Yndislegur dagur í gær.

  1. Jólanta says:

    Sveinki er yndislegur og nafn hans hæfir honum mjög. Til hamingju með Hjartakrækir!

  2. Svanfríður says:

    Sveinki er flottur og eigandinn líka! Til hamingju með afmælið elsku Ragna mín. Ég komst ekki fyrr að óska þér til hamingju og biðst ég afsökunar á því.

  3. afi says:

    Krúttlegur
    Sætur er hann karlinn, það má nú segja. afa dettur óvart í hug orð skáldsins, Þar hæfir kjafti skel. Æ, meinti þið eruð sæt saman.

  4. Ragna says:

    Afi þó!
    Aldrei hef ég skáld verið og afi setur mig í vanda við að botna fyrripartinn sem hann setti fram í orðabelgnum í gær og það var sko ekki auðvelt að finna orð sem ríma á móti enn og aldrei. Þetta var það skásta sem mér kom í hug sem botn við línum afa.
    Bláa blómið bíður enn
    Betra seint en aldrei.
    Blómið fagurt sæki senn.
    Skömm að þessu slóri, svei.

  5. Linda says:

    Innilega til hamingju með afmælið elsku Ragna.. Afmæliskveðjan kemur seint, ég veit og biðst afsökunar, en kemur þó..
    Hjartakrækir tekur sig aldeilis vel út við hliðina á þér.. Stór og stæðilegur sveinn þar á ferð..

  6. Sigurrós says:

    Já, rétt eins og vanalega þá varstu næstum því búin að kaupa þér sjálf það sem við ætluðum að gefa þér í afmælis-/jólagjöf 😉 þess vegna þorðum við ekki að kaupa karlinn fyrr en daginn áður og sem betur fer er enginn Rúmfatalager ennþá á Selfossi 😉

  7. Þórunn says:

    Sveinki
    Ég skil vel að þú hafir orðið skotin í þessum sveinka, hann er fjallmyndarlegur, vel klæddur og hefur góðlegan svip. Það eru einmitt svona karlar sem konur falla fyrir. Til hamingju með daginn í gær.

  8. Guðlaug Hestnes says:

    flottur
    sveinki segi og skrifa. Þið eruð fín saman. kveðja

  9. Anna Sigga says:

    Flottur sveinn!
    Til hamingju með daginn þann 12. sl.
    Kveðja, Anna Sigga

  10. Síðbúnar afmæliskveðjur elsku Ragna, sé að þú hefur átt skemmtilegan dag og mikið er hann fallegur jólasveinninn.

Skildu eftir svar