Ökuníðingur á ferð – annars allt rólegt.

Það eru nú ekki merkileg skrifin mín í dag svo í bónus þá ætla ég að benda ykkur á pistilinn hennar Guðbjargar minnar um það sem þau Magnús Már urðu vitni að í umferðinni yfir heiðina í gær. Pistillinn er hér

Það hefur allt verið í mestu rólegheitum hér á bæ það sem af er helginni. Sigurrós mín ætlaði að vera hérna í gær og fara í gegnum barnaföt, sem stóra systir lumar á ,en hún var svo lasin í gærmorgun að ekkert varð úr því að hún kæmi austur. Við Guðbjörg skruppum aðeins í Bæjarrúnt hérna á Selfossi og ég keypti mér þennan líka fína regnjakka með 70% afslætti. Ekki amalegt það.

Í gærkveldi kom Haukur austur og við horfðum á söngvakeppnina. Ekki komst lagið sem við völdum áfram í keppninni en það heitir Leiðin heim – eða eitthvað svoleiðis. Okkur leist líka ágætlega á lagið hans Ómars. Það er greinilegt að í þessari símakosningu er unga fólkið í meirihluta það sést á því hvaða lög voru valin. Önnur sjónvarpsdagskrá í gær var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir  nema auðvitað Spaugstofan sem var, a.m.k. að okkar mati mjög skemmtileg.

Í dag er jafn rólegt yfir og í gær. Okkur langar að fara eitthvað og erum að hugsa um að skreppa kannski í bíltúr. Kannski finn ég eitthvert myndefni  og hver veit nema ég setji þá eitthvað hérna inn.

Nú ætla ég að opna litlu bókina mína með þúsund ástæðum hamingju og gleði.

"Hamingjuna má finna í
smáatriðum sköpunarverksins
– einu laufblaði eða köngulóarvef –

Auðveld leið til að höndla hamingjuna
er að tryggja sér næg tækifæri til að verða eitt með náttúrunni".

Ekki galinn texti miðað við áform okkar um hvernig deginum skuli varið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Ökuníðingur á ferð – annars allt rólegt.

  1. afi says:

    Kæruleysi
    Ótrúlegt virðingarleysi gagnvart öðrum í umferðinni. En sá heppinn að valda ekki öðrum stórtjóni.

Skildu eftir svar