Góður sunnudagur.

Fyrsti viðkomustaður í sunnudagsbíltúrnum okkar í dag var í bústaðnum hjá systur minni og mági.  Hún tók ekki annað í mál en að baka pönnukökur og þeyta rjóma handa gestunum sem nutu vel í fallegu umhverfinu.

 sunnud1.jpg

Sólin var orðin lágt á lofti þegar við komum aftur á Selfoss
hér sést hún aðeins kyssa Ölfusána.

sunnud2.jpg 

 Við fórum í smá bíltúr um Selfossbæ og skoðuðum nýjustu húsahverfin. Síðan datt Hauki í hug að við færum á Stokkseyri og fengjum okkur humarsúpu í Fjöruborðinu. Þessi myndi var tekin á leiðinni þangað.

sunnud3.jpg

Og svo var þessi skemmtilega lesning á stóru skilti fyrir utan veitingastaðinn.

sunnud4.jpg

Þegar við komum heim þá fengum við okkur Iriskaffi svo það er ekki hægt að segja annað en að við höfum notið lífsins listisemda í dag.  – Fínn dagur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

8 Responses to Góður sunnudagur.

  1. afi says:

    Glæsilegt
    Ekki amalegur sunnudagur. Svona ættu allir sunnudagar að vera. Sem fyrr eru myndirnar flottar og fínar.

  2. Guðbjörg says:

    Ekki amalegt
    Það er nú alltaf notalegt að hafa viðkomu í Eddukoti.

    Kveðjur úr kvefabælinu

    Guðbjörg

  3. Þórunn says:

    Sannkallaður „Hvíldardagur“
    Ég er sammála svona eiga sunnudagar að vera, nærandi fyrir sál og líkama. Mikið er þetta hlýlegt eldhús hjá henni systur þinni og pönnukökurnar girnilegar.

  4. Ragna says:

    Já, það hefur alltaf verið bæði fallegt og girnilegt í kringum hana systur mína.

  5. Linda says:

    Frábær sunnudagur og gjörsamlega nostrað við ykkur.. Meira að segja veðrið hefur verið verið svona gott bara út af bíltúrnum ykkar..

    Rosalega fallegar myndir..

  6. Anna Sigga says:

    Góð uppskrift að góðum degi!
    Og myndirnar eru frábærar! Farðu vel með þig Ragna mín!

  7. Ahhh sunnudagar eru svo skemmtilegir, greinilega vel notaðir hjá ykkur. Ég hef líka skroppið í humarsúpu þarna fyrir austan og það var sko yndislegt. Gaman að sjá myndirnar líka, kveðja, Gurrý

Skildu eftir svar