Montin amma.

Ég las um það í dag að skólar á suðurlandi hefðu verið neðarlega í samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar. Ég er þeim mun montnari af henni Karlottu minni sem fékk háar einkunnir í öllu og m.a. 10 í öllum þáttum stærðfræðiprófsins.  Ég frétti svo í gegnum hana Sigurrós sem einnig kennir 4. bekk, að það hefðu bara verið 24 börn af 4000 á landinu sem hefðu fengið 10 í stærðfræði.

Húrra fyrir ömmustelpunni minni með stóra gifsið.  Var ég kannski búin að monta mig af henni áður – það gerir þá ekkert til ég verð þá bara enn montnari.

Hún var í einn dag hjá ömmu fyrir síðustu helgi  og fór m.a. í sturtu. Það er eitthvað sem verður að gera hjá ömmu, því það er ekki auðvelt að athafna sig við slíkt með gifs fram á tær og upp á læri  þar sem sturtan er í baðkarinu eins og er heima hjá henni.  Amma var búin að útvega sérstakar umbúðir til að setja utanum gifsið svo það blotnaði ekki og þetta gekk allt vel.

Hér situr mín við gluggann hjá ömmu, nýkomin úr baðinu og er að kíkja á fuglana sem koma að gæða sér á korninu á pallinum.

lotta1.jpg

Amma varð nú líka að fá að sjá andlitið.

lotta2jpg.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Montin amma.

  1. Hulla says:

    Vá hvað hún er dugleg. Þú skalt bara monta þig á hverjum degi, það eru sko ekki öll börn svona dugleg í stærðfræði.
    Vona að þið hafið það gott. knús héðan

  2. Linda says:

    Váá.. það er nú bara allt í lagi að vera montin með svona stórglæsilegan árangur..
    Til hamingju með ömmustelpuna.. 🙂

  3. Til hamingju
    Gaman þegar börnunum gengur vel í skólanum og auðvitað þarf að monta sig yfir því, ekki spurning, sem oftast.
    Mjög falleg mynd af Karlottu við gluggann, ekkert jafnast á við dagsbirtu inn um glugga í ljósmyndun.

  4. svanfríður says:

    10 í stærðfræði, það er ekkert annað! Það er hlutur sem vel má monta sig á-til hamingju með stelpuna þína sem situr svo falleg og horfir út um gluggan.

Skildu eftir svar