Lítið bloggað hér á bæ undanfarið.

Ég er búin að vera með einhverja fjárans pest svo lengi, eða mér finnst það lengi í 11 daga. Stundum vildi ég bara að ég fengi almennilegan hita í tvo til þrjá daga og fari svo að smá lagast en ég fæ sjaldan háan hita. Það er frekar svona eins og núna að ég er búin að vera með svona 38° hita seinni partinn, ferlega eitthvað drusluleg og  ekki nennt neinu, rétt sest við tölvuna og ætlað mér stóra hluti en eftir augnablik nenni ég engu af því sem ég ætlaði að gera.   En, nú stendur þetta til bóta og ég var að koma heim frá lækninum með sterkt fúkkalyf sem á að drepa þetta niður – þ.e.a. segja pestina svo ég öðlist sjálf betra líf á eftir.

Ég myndaðist þó við að elda saltkjöt og baunir á sprengidaginn og bjóða Grundartjarnarfjölskyldunni í mat. Það er alltaf svo gaman að borða saman á Sprengidaginn.

Í gær á Öskudaginn stóð svo allt í einu innrásarlið í forstofunni hjá mér vopnað sverðum og bogum. Þetta  innrásarlið var búið að fara hér á milli fyrirtækja um morguninn og var kominn hrollur í liðið. Reyndar var mamma aldrei fjarri á bílnum en allir voru þó hálfkaldir og þreyttir og þótti held ég bara gott að fá heitt kakó og skonsur í Sóltúninu. 

Karlotta mín lét sig hafa það að hoppa um á hækjunum og gaf ekkert eftir.

innras1.jpg

 Lítil kisa slæddist svo með hópnum og ekki fannst ömmu það slæmt.

 innras2.jpg

Er hægt annað en að láta sér batna við svona heimsókn.  

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Lítið bloggað hér á bæ undanfarið.

  1. Sigurrós says:

    Ó jeminn 🙂 Ég er nú ekki mikil dýrakona, en svona kisu væri ég alveg til í að eiga 🙂

  2. Svanfríður says:

    Sjáðu hvað þú ert rík Ragna á þessum fallegu börnum og ekki er kisi neitt slor!
    Vonandi fer þér að líða betur af þessum lyfjum-ég hef saknað þín og skrifa þinna.
    Ég verð að biðjast afsökunar á mistökunum hér á undan-litli fingur ýtti ósjálfrátt á enter takkann og skilaboðaskjóðan fór tóm inn í orðabelginn.
    Góðar stundir. Svanfríður.

  3. Guðlaug Hestnes says:

    ekki slæmt..
    að fá svona innrás í lumbruna. Hefði þurft að fá litla Eyjólf í mína vikulegu í viðbót við fúkkahylkin. Hafðu það sem best, og láttu þér batna.

  4. Þórunn says:

    Góð innrás þetta
    Mikið varstu heppin að fá svona innrás og innrásarherinn að fá heitt kakó og skonsur, það hefur komið sér vel. Þetta er sú fallegasta kisa sem ég hef séð og svo broshýr. Vonandi fer þér að batna Ragna mín, kær kveðja frá okkur í Austurkoti.

Skildu eftir svar