Hugsæti

Mikið rakst ég á skemmtilega klausu í Fréttablaðinu s.l. sunnudag en þar skrifar Njörður P. Njarðvík um íslenskt mál. Yfirskriftin er Hljóðfæri hugans.  Þar greinir hann frá því að hafa fundið upp nýyrðið hugsæti. Merking orðsins er sú að einhver tiltekinn eigi hjá manni hugsæti og hann segir að sér þyki vænt um að eiga sér hugsæti hjá góðum vini. 

Mér finnst þetta orð afbragðsgott og var auðvitað strax hugsað til þeirra vina minna sem eiga hjá mér hugsæti og það megið þið vita kæru vinir að það er bara þétt setinn bekkurinn.

Degi hallar við Stokkseyrarfjöru.

solarl.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar