HLAKKA MIKIÐ TIL.

Nú er ég í tilhlökkunargír.

Fyrst hlakka ég auðvitað mikið til komu nýja barnabarnsins sem á að fæðast um miðjan mánuðinn.

Síðan lagðist ég yfir það í tölvunni að leita að heppilegri ferð fyrir okkur gamla fólkið út í heim í vor. Staðurinn þarf að vera fallegur með góðu veðri þar sem hægt er að fara í gönguferðir og hlaða batteríin eftir langan og leiðinlegan vetur.

Eftir nokkra leit lenti ég inn á vef Úrvals- Útsýnar 60+ þar smellti ég mér inn á Tenerife. Til að gera langa sögu stutta þá drifum við í því, eftir nokkra leit að góðu hóteli sem býður hálft fæði svo sú gamla þurfi ekkert að vera í eldhúsinu, að bóka okkur þangað seinni partinn í apríl og við vorum svo heppin að fá síðustu sætin í 20 daga ferðina. Haukur er að hætta að vinna í vor og við ætlum að halda upp á það með því að fara í þessa ferð. Sigvaldi danskennari er fararstjóri og skemmtanastjóri svo við eigum von á því að geta fengið okkur snúning og svo er morgunleikfimi alla morgna. Hljómar þetta ekki vel?

Þegar heim kemur bíður svo auðvitað íslenska sumarið með sínum vorverkum í garðinum og á pallinum. Það hlýtur að verða gott veður í sumar eftir rigningarsama sumarið í fyrra.

En nú er ég sem sagt upptekin af því að hlakka til.

Bókin góða um hamingjuna býður okkur upp á þessa lesningu í dag:

Fuglar sem syngja hver í kapp við annan
svo að loftið titrar af skrýtnum og ósamstæðum
hljómum og takti vekja mér þrá til að slást í hópinn.

————————— 

Þið sem eigið hjá mér hugsæti,

GÓÐA HELGI OG LÍÐI YKKUR VEL.

fugl7.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to HLAKKA MIKIÐ TIL.

  1. Linda says:

    Er ekki hissa á að þig hlakki örlítið til vorsins.. Hef ekkert nema gott heyrt af þessu stað..
    Þú kemur alveg endurnærð heim aftur í sumarið á Íslandi, tilbúin í garðverkin..

Skildu eftir svar