Inn á gafl.

Póstforritið hjá mér er þannig að ruslpóstur merkist sem betur fer sjálfkrafa blárri ruslafötu og fer í "junk". Ég get síðan, áður en ég eyði þeim pósti rennt augunum yfir síðuna án þess að opna neitt, ef ske kynni að einhver póstur sem ég hef ekki átt von á en vil fá, hefur óvart farið þarna inn.

Það sem pirrar mig óskaplega er að nú eru þessir óprúttnu aðilar úti í heimi sem senda slíkan póst farnir að setja í fyrirsögnina "For Ragna". Sendandinn er síðan alltaf einhver með furðuleg útlend nöfn. Mér finnst þetta eitthvað svo óþægilega persónulegt svona eins og einhver  ókunnugur ryðjist inn hjá manni.  Ég eyði öllum svona pósti jafnóðum og ég rekst á hann en fæ alltaf þessa tilfinningu að einhver ókunnugur sem ég kæri mig ekki um, sé kominn ínn á gafl hjá mér.  Fyrir utan vonbrigðin þegar ég sé að það eru kannski 15 bréf í pósthólfinu óg fer að hlakka til að sjá hver sé að senda mér póst, en svo sallast bláa ruslakarfan á þau eitt af öðru og stundum er ekkert eftir 🙁 ´þá verður gamla konan voða sorgmædd.  

Alltaf finnur maður sér nú eitthvað til. Kannist þið við svona? 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar