Ekki gefast upp á mér.

Það kæmi mér ekki á óvart að þið væruð um það bil að gefast upp á mér því ég hef verið svo léleg í blogginu.  Vonandi verð ég dugleg um helgina og set eitthvað inn. Ég óska eftir uppskrift að krafti og andagift ef einhver lumar á slíku.

Heyrumst um helgina.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Ekki gefast upp á mér.

  1. Guðlaug Hestnes says:

    ég spái…
    að með hækkandi sól og flensulokum verði kominn kraftur í frúna. Þarf náttúrulega ekki að minnast á mat, hvíld og lýsisinntöku. Kær kveðja.

  2. Svanfríður says:

    Gefast upp á þér?Og þú telur það mögulegt? Oseiseinei mín kæra. Aldrig i livet.
    Ég hlakka bara til að lesa næsta pistil. Góða helgi Ragna mín, Svanfríður.

  3. Stefa says:

    Uppgjöf…
    …nei það er nú ómögulegt. Ég kíki hingað inn dag hvern Ragna mín. Alltaf gaman að sjá í hvaða ævintýrum þú lendir 😀 Helst verð ég að afsaka hvað ég gleymi oft að kvitta fyrir komuna….

    Bestu kveðjur,
    Stefa

    Uppskrift að orku:
    Fara í stutt bað og þvo helstu skítsælu staði. Blása hárið, setja obbolítið andlitsspartl og maskara á sig, fara í litrík föt og háa hæla. Kveikja á útvvarpinu eða finna skemmtilegan og hressan geisladisk til að setja á „fóninn. Opna einn glugga. Nú eru þér allir vegir færir hvort sem þú vilt taka til, baka eða hreinlega skella þér í heimakarókí með sósuþeytarann sem míkrafón.

  4. Linda says:

    Ég ætti ekki annað eftir en að gefast upp á þér.. Hef nú ekki verið sú duglegasta uppá síðkastið..
    Taktu þér bara þann tíma sem þú þarft.. við bíðum eftir þér, engar áhyggjur af öðru..

    Mér líst ansi vel á þessa uppskrift af hressingu í kommentinu hér fyrir ofan.. Kannski maður stelist til að prófa líka..

    Farðu vel með þig Ragna mín..

  5. Þórunn says:

    Sæl systir…
    Ætli ég skilji þig ekki mætavel núna, það er einmitt svona sem mér hefur liðið. Það er öruggt að við hressumst báðar fljótlega og þá verðum við óstöðvandi. Heyrðu, er ekki alveg að verða komið að fjölgun í fjölskyldunni? Þá held ég að þú hressist nú. Góða helgi Ragna mín, kveðja frá okkur Palla, Þórunn

Skildu eftir svar