Óvæntur glaðningur – yndisleg dama leit dagsins ljós.

Lítil dama bættist við í ömmubarnahópinn minn í gær þegar Sigurrós ól dóttur, 50 cm og 14,5 merkur.  Það má segja að þetta hafi verið óvæntur glaðningur því enginn átti von á henni þessa helgina. Ég hef hinsvegar þá trú að henni hafi þótt dagsetningin svo fín að hún hafi flýtt för. 10-03-07.

Það sem ég vissi af Sigurrós var að hún fór árshátíð með kennurunum í skólanum sínum og ekki datt mér í hug að hún færi nærri því beint þaðan í Hreiðrið á fæðingardeildinni.

Sigurrós var búin að ákveða, að fæða án deyfingar og hún stóð við það. Oft sagðist hún þó hafa verið að því komin að hætta að vera hetja, en hún gafst ekki upp þó fæðingin tæki um 10 klukkutíma.
Hún sagði að á einhverjum tímapunkti hefði sér komið í hug það sem frænka hennar hafði sagðt við manninn sinn þegar hún var að fæða – „Ég get þetta ekki, ég vil bara fara heim“.  Hennar maður svaraði þá í mestu rólegheitum „Já , já, við skulum bara gera það“. –

Ég ætla nú að leyfa foreldrunum sjálfum að segja söguna á sínum heimasíðum og fer því ekki út í nein smáatriði.

Ég var í bænum í nótt og komst ekki í tölvu samdægurs til að setja inn mynd og ætla nú að bæta úr því. Ég fór ekki uppeftir aftur í dag því sú litla var í skoðun og svo veitir foreldrunum ekkert af því að hvíla sig. Svo fara þau vonandi heim með hana í fyrramálið og þess verður örugglega ekki langt að bíða að amma skreppi aftur í bæjarferð fljótlega. Guðbjörg er líka alveg að farast úr spenningi að hitta litlu frænku svo kannski förum við saman. Nú ætla ég að sýna ykkur dömuna með pabba sínum, en sú litla er mjög lík honum. Myndina tók ég í gærkveldi þegar við Haukur litum aðeins inn til að skoða hana.

prinsessan1.jpg

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

12 Responses to Óvæntur glaðningur – yndisleg dama leit dagsins ljós.

  1. Sigrún i Mosó says:

    Innilega til hamingju með nýju ömmustelpuna.

  2. Eva says:

    Innilegar hamingjuóskir og megui hún verða jafn vel lukkuð og ættingjar hennar 🙂

  3. Guðlaug Hestnes says:

    oh ohhh
    til hamingju með þessa fallegu stúlku. Gangi ykkur öllum vel.

  4. Svanfríður says:

    Já Ragna-svo sannarlega drekk ég þína skál-til hamingju með nýja barnabarnið, innilega. Þetta er yndislegt. Koss til þín.

  5. Linda says:

    Til hamingju
    Innilega til hamingju með litlu ömmustelpuna og ég sendi nýbökuðum foreldrum einnig hamingjuóskir.. Hún er algert gull og ég væri sko alveg til í að máta hana smá..

    Bestu kveðjur elsku Ragna og fjölskylda..

  6. Hulla says:

    Til hamingju
    Elsku Ragna og Pabbi
    Hamingjuóskir með litla barnabarnið.
    Hún er yndislega falleg.
    Knús á ykkur Hulla og fjölskylda

  7. Stefa says:

    Elsku Ragna,

    ég samgleðst þér innilega með litlu ömmustubbínuna. Mikið er hún nú lítil og krúttleg 😀

    Bestu hamingjuóskir úr Njörvasundinu,
    Stefa og fjölskylda

  8. Helga Þorsteinsdóttir says:

    Hamingjuóskir
    Óska þér og ykkur öllum innilega til hamingju með litlu stúlkuna.
    Bestu kveðjur Helga

  9. Anna Sigga says:

    Til hamingju!
    Æ, hvað maður er mikið krútt! Gott hjá dömunni að vera ekkert að láta bíða eftir sér. Knúsaðu mæðgurnar frá mér þegar þú hittir þær næst.

  10. Þórunn says:

    Heillaóskir
    Við Palli sendum okkar innilegustu hamingjuóskir til ykkar allra. Ég vissi það að þetta var það sem þú þurftir til að hressast.

  11. Ragna og Magnús says:

    Hjartanlegar hamingjuóskir með litlu prinsessuna og kærar kveðjur til foreldranna.Við hlökkum til að sjá ykkur öll kveðja R og M

  12. Loftur says:

    Sæl Ragna mín og til hamingju með litlu dömuna. Er hún ekki líkalík mömmunni ?
    Það væri ekki verra. Annars er pabbinn anzi fagmannlegur í nýja hlutverkinu !
    Kær kveðja úr Fagrahjallanum.

Skildu eftir svar