Aðeins meira.

Það héldu okkur Guðbjörgu engin bönd í dag og strax og færi gafst þá brunuðum við í bæinn og nú megið þið geta þrisvar hvert erindið var.

Úr því að þið gefist upp á að geta, þá fórum við í Kópavoginn. Nánar tiltekið fórum við auðvitað til Sigurrósar og Jóa að skoða betur litlu prinsessuna, en þau komu með hana heim í morgun. Guðbjörg var reyndar ekkert farin að sjá hana og gat ekki beðið lengur og amma fékk að fljóta með.
Við erum svona undanþágugestir þessa vikuna ömmur, afar og systkini foreldranna. Mér finnst það ágætt hjá þeim að takmarka svona heimsóknir til að byrja með. Það er gott að geta verið í sæmilegu næði að ná tökum á brjóstagjöf og öðru þegar fólk er með sitt fyrsta barn.

Áður en ég lýk þessum litla pistli þá vil ég þakka ykkur öllum sem hafið sent svo fallegar hamingjuóskir til okkar.

Auðvitað tók amma aðra mynd af ungu stúlkunni sem svaf afslöppuð og vært í fangi mömmu, með annan handlegginn fyrir ofan höfuð.

prinsessan2.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

10 Responses to Aðeins meira.

  1. Hulla says:

    Hún er rosalega falleg. Og virðist bara ótrúlega afslöppuð hjá mömmu sinni.
    Kveðja og knús héðan…

  2. Erna says:

    Til hamingju
    Hjartanlega til hamingju med littla krúttid Didda mín. Hún er svo sæt og yndisleg. Ætli kraftarnir, sem tú óskadir tér tann 8. mars, hafi ekki látid í sér heyra med tessu litla kraftaverki? Skiladu kvedju og hamingjuóskum til nýbökudu foreldranna frá okkur hérna á sólskinseyjunni. Vid sjáumst svo seinna í vor.
    Erna frænka

  3. Linda says:

    Ég verð hálf klökk við að sjá svona fullkomnun.. hún er svo mannaleg og með svo mikið hár.. Alger gersemi..

    Til hamingju aftur elsku Ragna..

  4. Svanfríður says:

    Æ, mikið óskaplega er hún falleg, litla skinnið. Þetta eru svo mikil kraftaverk og ég er alltaf jafn hissa á hversu fullkomin þau eru:) Kossar og knús,Svanfríður.

  5. Ragna says:

    Já svo sannarlega eru þessi litlu kríli kraftaverk. Fer ekki að styttast í kraftaverkið í Ameríkunni?

  6. Laufey Sigurðardóttir says:

    Til hamingju,,,
    Til hamingju elsku Ragna, með litlu ömmustelpuna rosa mannaleg og sæt, vonandi heilsast mæðgunum vel. Gangi þér vel í ömmuleiknum hann er sá allra skemmtilegasti. Kveðja Laufey.

  7. Þórunn says:

    Draumadís
    Þessi stúlka er algjör draumadís, hver getur hugsað sér fallegri sjón en barn sem er svona fallegt og í algjörri ró. Það færist yfir mann friður og sælutilfinning við að skoða myndina. Innilegar hamingjuóskir og góðar kveðjur frá okkur Palla, Þórunn

  8. Til hamingju
    Hún er alveg yndisleg, til hamingju með þessa litlu blómarós. Kveðja í bæinn, Gurrý

  9. Eva says:

    Er þetta ekki óvenju fallegt ungbarn? Allavega bendir myndin til þess. Enn og aftur til hamingju.

  10. Jóhanna says:

    Innilegar hamingjuóskir til þín! Falleg og heilbirgð prinsessa, það getur ekki orðið betra!

Skildu eftir svar