Enn að berjast.

Þessi kvefpest sem ég fékk í byrjun febrúar er að verða dálítið þreytandi svo ekki sé meira sagt.  Ég fékk nú ekki mikið yfir 38 stiga hita en er búin að vera svo ferlega slöpp. Kvefið situr ennþá eins og veggur niðri í mér og við það að reyna að hósta þessu upp þá fer öll orka manns í þá aðgerð og maður kófsvitnar og finnst maður alveg magnlaus.  Ég fékk fljótlega DoxyTabs til þess að forða því að þetta færi í slæman astma en það dugði ekki til og það nýjasta sem ég fékk er Zitromax sem á að vera mjög breiðvirkt sýklalyf, aðeins 3 töflur teknar. Hitinn er loksins að mestu farinn og ég á ekki að smita einn eða neinn, en þegar astminn er kominn þá er eins og ekkert virki til þess að hann lagist. Pústið virðist alveg gagnslaust og allar líkur á að næsta skref séu steratöflurnar svo skemmtilegar sem þær eru nú.  Ég má eiginlega ekki við því að verða  öllu orkuminni en ég er orðin af þessu.

Eitt er þó víst, ég er að fara til Tenerife í næsta mánuði  með 60+.  Sigvaldi danskennari er fararstjóri svo ég ætla rétt að vona að það verði mikið dansað í ferðinni.  Þar sem er dansað þá vil ég líka dansa svo það er eins gott að fara að hrista þetta bölvað slen og hósta af sér.

Jæja, nú er ég búin að gera tilraun til að grenja út samúð ykkar kæru vinir svo það hjálpar mér kannski  ef þið hugsið hlýlega til mín og sendið mér svona lækningarstrauma gegnum Internetið. Ég hugsa alla vega að það geri ekki minna gagn en pillurnar.

Best að  hætta vælinu og reyna að bera sig mannalega. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Enn að berjast.

  1. Þórunn says:

    Góðir straumar
    Þsð er ekkert orðum aukið þetta með hóstann og kvefið í þér, það heyrði ég þegar ég talaði við þig í gær. En ég er alveg viss um að það hjálpar að senda góðar hugsanir og strauma, nú kveiki ég á kerti og set það í fallega stjakann sem þú gafst mér þegar ég var síðast á Íslandi og svo hugsa ég til þín og sendi þér góðar hugsanir. Batni þér sem allra fyrst, Ragna mín svo þú getir notið ferðarinnar út. Þórunn

  2. Ragna says:

    Gott að eiga góða að
    Það var þér líkt Þórunn mín að hugsa vel til hennar vinkonu þinnar. Þakka þér kærlega fyrir og fyrir hringinguna í gær, sem mér þótti svo vænt um að fá. Ég sendi lækninum E-mail í dag og heyri örugglega frá honum á morgun. Vonandi lumar hann á einhverju lokatrompi.
    Ég sendi ykkur Palla góðar kveðjur.

  3. Ingunn says:

    Elsku Ragna mín,
    Innilega til hamingju með littlu frænku, hún er gull falleg. ‘Eg er búin að reyna að hringja tvisvar í þig, ég ætla að reyna aftur um helgina.
    Vona að þér sé farið að líða betur, John var frá vinnu í 4 daga, hann er ennþá að hóst, þetta er önnur vikan.
    Tala við þig fljótlega,
    bless, bless, þín Ingunn.

  4. Guðalug Hestnes says:

    úff..
    Bara eitt orð yfir flensufj…… fari hann og veri+bölvaður sé hann. Ragna mín, þetta er ekkert væl, bara staðreynd. Sjáðu til, Kanarí Sigvaldi og dansinn eru handan hornsins, og njóttu. Sendu bara flensukítinn á Dornbanka „for good“.

  5. Ragna says:

    Sambandsleysi
    Elsku Ingunn mín. Ég var líka að reyna að ná í þig, ætlaði að segja þér frá litlu dúllunni. Ég sá á símanum „Out of area“ þegar ég kom úr sjúkraþjálfun síðast, þá hefur þú líklega verið að hringja.
    Sendi góðar kveðjur úr Sóltúninu til ykkar nyrst í Ameríkunni.

  6. Svanfríður says:

    Ég hugsa alltaf til þín og á því verður engin breyting á nú þannig að ég sendi þér mikla og góða algerabatastrauma:)

Skildu eftir svar