TIL HAMINGJU RAGNAR FANNBERG.

Enn er tilefni til að gleðjast og ég hlýt að vera hamingjusamasta amma sem til er og ég nýt þess út í ystu æsar.  

Ja hvað tíminn líður hratt. Það er eins og gerst hafi í gær að þessi litli gleðigjafi kom í heiminn. Amma er nú svo heppin að hitta hann nánast daglega og alltaf er stutt í fallega brosið hans og glettnislegu augun bjóða ömmu alltaf velkomna. 
  
Það er óhætt að segja, að leikurinn æsist nú með hverjum deginum. Nú er þetta tímabil runnið upp sem maður stendur bara upp sjálfur þegar hentar og teygir sig í það sem mann langar til að hafa hönd á.

Nú er mamma farin að kenna aftur eftir að hafa tekið sér árs fæðingrorlof, en pabbi er tekinn við og nú una þeir feðgar sér saman þar til skólafrí hefst í vor. Þetta er mikill munur frá því sem var þegar fæðingarorlof var ekki til í orðabókinni.

Amma tók um daginn þessa myndaseríu þegar hún var að passa litla snúð heima hjá honum eina morgunstund. 

Ætli ég nái ekki í þetta fína í glugganum,  vonandi er   
amma ekkert að fylgjast með og hrópa "NEI, ekki má!"

  rfm1.jpg rfm2.jpg

Gaman hvað þetta hreyfist lengi þegar maður
er búinn að hrista það. Gott að amma er enn
ekki að fylgjast með

rfm3.jpg rfm4.jpg

Nú ætla ég að athuga hvort ég finn ekki eitthvað fleira skemmtilegt að gera. Best að ganga meðfram stólnum þá næ ég í sjónvarpið og videoið. Skrítið – amma segir ekkert ennþá, best að líta ekki á hana strax.

rfm5jpg.jpg

Æ, nú er ekkert gaman lengur, amma er búin að sjá hvað ég er að gera.
rfm7.jpg

Skrýtin amma! Nú byrstir hún sig og segir NEI, ekki má!, en samt gefur hún mér knús.
Svo tókum við mynd af sjálfum okkur að knúsa.

rfm8.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to TIL HAMINGJU RAGNAR FANNBERG.

  1. Ragnar Fannberg says:

    TIl hamingju
    Takk fyrir þennan fína pistil amma mín. Ég fór í morgun í eins árs skoðun á heilsugæslustöðina og fékk þann úrskurð að ég væri voða fínn strákur. Svo var ég´ekkert að fikta þarna á myndunum – aðeins að skoða nálægt.

  2. Svanfríður says:

    Þetta er yndisleg myndasería. Hann er svo einbeittur og glaður á myndunum og skemmtir sér konunglega:) Gott að vera hjá ömmu.

  3. Anna Sigga says:

    Til hamingju með ríkidæmið!
    Til hamingju með barnabörnin þín og þá sérstaklega afmælisbarnið (sem á sama afmælisdag og Oddur frá Helluvaði;)) og svo nýskírðu nöfnu þína. Annars eru þau öll flott eins og þú veist auðvitað sjálf. Farðu vel með þig Ragna mín!

Skildu eftir svar