Hláturinn lengir lífið !

Haukur kom austur í gærkvöldi úr sinni þriðju síðustu vinnusyrpu. Nú á hann sem sé aðeins eftir að vinna í tvær og þá er hann orðinn frjáls eins og fuglinn enda ætlar hann að halda upp á það með því að fljúga beinustu leið þangað sem sólin skín og blómin eru í fullum skrúða. Auðvitað verður sú gamla ekki fjarri enda ku vera dansað í þessu sæluríki.
En það var nú alls ekki þetta sem ég ætlaði að segja þetta ruddist bara framfyrir það sem hér átti að koma.

Ég ætlaði bara að benda ykkur á að sjá nýju MR. BEAN myndina. Við skelltum okkur hérna í Selfossbíó í gærkveldi og þar hreinsuðust bæði lungu og augu því við grétum af hlátri yfir þessum góða vini sem alltaf tekst að fá mann til að hlæja. 

Auðvitað vorum við aldursforsetarnir í bíó, en við erum orðin vön því að sitja í bíósal með börnum og unglingum og kunnum því ekkert illa enda höguðu allir sér vel.

Ef ykkur langar til að hlæja þá endilega farið í  BÍÓ og sjáið MR. BEAN. 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Hláturinn lengir lífið !

  1. Svanfríður says:

    Gott hjá ykkur að skella ykkur í bíó. Hér tek ég einmitt eftir því að það virðist vera meira um að fólk yfir fimmtugu sæki bíóin hér heldur en heima. Ég veit ekki afhverju það er. Ég sótti bíóin mjög oft á meðan ég bjó á Íslandi en varla sá fólk á aldri við foreldra mína, t.d.
    Ég held að Mr. Bean komi ekki hingað til lands, því miður því alltaf er gaman að hlæja að vitleysunni í honum.

  2. Guðlaug Hestnes says:

    mr. Bean
    er frábær! Manstu eftir atriðinu þegar hann söng „hallelúja“ í kirkjunni sinni! Óborganlegt. Takk fyrir góðar kveðjur, og njóttu þín vel í sólinni. Ef ekki verður dansað þar, sem fyrirfram ákveðið prógram, skaltu bara setja það upp. Njótið lífsins og gleðilega páska.

  3. Þórunn says:

    Það er svo gott að hlæja..
    Ég hefði sko gjarnan viljað hafa verið með ykkur á bíó. Ég hef lengi haldið uppá þennan aula, ég held að ég verði bara að kaupa mér DVD með honum. Hef ekki farið á bíó hér í Portugal, þó eru bíó í nokkrum stórmörkuðum sem ég fer oft í. Líði ykkur sem best, kveðjur frá okkur Palla, Þórunn

Skildu eftir svar