Frönsk stemning.

Já, það var svona frönsk stemning hjá okkur í dag á föstudaginn langa, með Evu og Borghildi dætrum Hauks og Leonoru afastelpu sem komu til okkar í hádegismat.  þegar ég tala um franska stemningu þá hef ég í huga svona stemningu þegar setið er lengi við matarborðið og spjallað saman og enginn er að flýta sér.   Eitthvað svo ótrúlega notalegt að mínu mati.
Ég varð hinsvegar alveg öskureið við sjálfa mig þegar þær voru farnar og ég uppgötvaði að ég hafí gleymt að taka myndir í bloggið mitt. Þetta er sko alveg ófyrirgefanlegt.

Við fórum svo í smá göngutúr skötuhjúin þegar þær fóru, svona til þess að jafna aðeins í vömbinni fyrir kvöldmatinn. Já kvöldmatinn,  ef við værum skynsamari en við erum,  þá hefðum við auðvitað átt að sleppa blessuðum kvöldmatnum – en eins og sagt er "það er of seint að iðrast eftir dauðann" svo við sitjum bara uppi með ofát dagsins og þykjumst – takið eftir þykjumst – ætla að sleppa a.m. k. ísnum og rjómatertunum á morgun.

Það hefur verið einstaklega gott veður hérna í dag, tiltölulega bjart og alveg logn og hitinn um 2°, allavega réttu megin við núllið. Á morgun er svo spáð snjókomu og þar sem ekkert er á dagskránni þennan laugardag fyrir páska þá verður ósköp huggulegt að kúra með bók eða kíkja á sjónvarpið. Kannski get ég platað Hauk til að spila aðeins á harmonikuna. Eitt er víst. Ég ætla að hafa það mjög notalegt.

Ég kveð ykkur í bili þennan föstudaginn langa 2007.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Frönsk stemning.

  1. Stefa says:

    Mikið hljómar þetta yndislega að lesa góða bók og hlusta á harmonikkutónlist. Við Rúnar setjumst stundum saman og spilum og syngjum. Og eigum það jafnvel til að spila saman, ég á píanóið og hann á gítarinn. Þetta eru svo notalegar stundir.

    Ég vona að páskarnir verði yndislegir hjá ykkur.

    Kveðja,
    Stefa

  2. Ragna says:

    Góð páskahátíð
    Já Stefa mín þetta verður góð páskahátíð. Byrjaði með fermingarveislu í gær, góður dagur í dag og svo koma Sigurrós og Jói með prinsessuna á páskadag og Guðbjörg og fjölskylda að norðan. Er hægt að hugsa sér það betra.

  3. Stefa says:

    Nei ég held að það gerist vart betra… 😀

    *Páskaknús*
    Stefa

Skildu eftir svar