Maður má svo sannarlega skammast sín.

Ég vissi að það myndi borga sig að loka á fjárans fataleppana.   Það opnaði nefnilega augu mín fyrir þeirri staðreynd að ég ætti bara að skammast mín fyrir að hafa haft orð á  því í gær, að ég ætti svo mikið af fötum – reyndar bæði gömlum og eldgömlum, að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. 
Ekki á maður nú við mikinn vanda aða etja, ef þetta er aðal áhyggjuefnið.  Á sama tíma er fjöldi fólks bæði hérlendis og ekki síst erlendis sem ekki á neinar flíkur til að velja um að klæðast.

Nú segi ég bara við sjálfa mig skamm, skamm.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Maður má svo sannarlega skammast sín.

  1. Þórunn says:

    Gott hjá þér
    Svona gerast hlutirnir stundum, þegar maður er búinn að fjasa um eitthað í dálítinn tíma er eins og augu manns opnist og maður sér þetta frá nýju sjónarhorni. Þú ert heppin að eiga nóg af sumarfötum til að taka með þér og tískan er svo margvísleg að það gæti sumt verið komið í tísku aftur hjá þér. He, he.
    Þórunn

  2. Kolla frænka says:

    Já kæra frænka þetta kannast ég allveg við! en Rauði krossinn er mjög vænlegur kostur og gott að hjálpa öðrum…. gangi þér vel!!

  3. Svanfríður says:

    Ég er sammála þessu með Rauða krossinn. Hér á svona 2 mán fresti fæ ég hringingu frá uppgjafar hermönnum sem koma svo og fjarlægja allt sem ég þarf að losna við-búsáhöld til bróka-mjög þægileg og góð þjónusta og mjög nýt líka því fullt af fólki þarf á fötum og öðru að halda.Við erum þau heppnu.

Skildu eftir svar