Tannlæknir og fleira.

Það verður að gegna kallinu þegar tannlæknirinn boðar mann til sín í eftirlit svo ég dreif mig í slíka heimsókn í dag. Ég var heppin að þurfa sem betur fer ekkert að koma aftur til frekari aðgerða, bara mæta aftur á sama tíma á næsta ári. 

Eftir tannlæknisheimsóknina fór ég og heimsótti þær mæðgur Sigurrós og Rögnu Björk en Jói er búinn með þennan fyrsta hluta fæðingarorlofs síns og byrjaði aftur að vinna í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem amma fékk að passa því Sigurrós skrapp í klippingu. Ég fékk góðan liðsauka því Edda Garðars vinkona mín kom og við dúlluðumst saman með hana nöfnu mína – ekki leiðinlegt það.

Þegar Sigurrós var komin heim aftur og tímabært að leggja af stað heim, þá fékk ég líka góðan félagsskap með mér. Karlotta og Oddur Vilberg komu nefnilega í morgun úr Ameríkuferðinni með pabba sínum og það var tilvalið að vera samferða ömmu austur.  Ömmu leiddist því ekkert á leiðinni því  þau höfðu frá mörgu að segja af þessu mikla ævintýri í útlandinu.

Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar komið var í Grundartjörnina og auðvitað voru allir glaðir að fá þau heim aftur og sérstaklega þó litli bróðir sem réði sér vart fyrir gleði.

Eftir að borða í Grundartjörninni þennan líka fína fiskrétt og desert á eftir þá dreif ég mig heim í Sóltúnið og hér sit ég og pára atburði dagsins hjá mér í dagbókina mína.

Nú segi  ég bara GÓÐA NÓTT og vona að ég sofi eins vel í nótt og ég er búin að gera yfir sjónvarpinu í kvöld. Þetta hlýtur að flokkast undir borgarþreytu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Tannlæknir og fleira.

  1. Hulla says:

    Ótrúleg amma
    Þú bara svo mikil dúlla 🙂 Hversu oft heyrir maður um ömmu sem fer að passa með vinkonu sinni.
    Sé ykkur bara í anda sitja með prinssessuna og dást að henni, og pilla upp í ykkur popp annarslagið. Sigurrós hlýtr að hafa poppað áður en hún fór? Eða hvað???
    Hlakka endalaust til að hitta ykkur í sumar. Luf ya

Skildu eftir svar