Sumar í Árborg

Við vorum árrisul í morgun því nú er sumar í Árborg. Þennan dag skiptir engu máli hvernig veðrið er þetta er dagurinn sem er SUMAR Í ÁRBORG. í dag er skýjað og um 10° hiti sem er svo sem ekki slæmt því það er alveg logn, sem sé skínandi veður. Við fórum gangandi hérna meðfram ánni út að jarðhæð Nóatúns þar sem glæsilegt morgunverðarhlaðborð beið okkar og allra annarra íbúa Árborgar í boði fyrirtækja í bænum og það var sko ekki verið að skera veitingarnar við nögl, eins og sjá má á þessari mynd sem ég tók.

morgunmaturjpg.jpg

Þetta er lofsvert framtak og þessa helgi í júní hvert ár reynir maður vera á staðnum og taka þátt. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem það býðst, að sitja morgunverðarhlaðborð með öllum í bæjarfélaginu, a.m.k. öllum þeim, sem sjá sér fært að mæta til borðhaldsins. Guðbjörg og Magnús Már voru víðsfjarri enda í kennaraferð í Bretaveldi en þau Karlotta og Oddur Vilberg sem eru næturgestir í Sóltúnsbæ fram í næstu viku voru með okkur. Litli nafni minn var með ömmu og afa frá Akureyri og þau voru að fara annað og gátu ekki verið með í selskapnum.

Hér eru þeir afi og Oddur saddir og sælir en Karlotta var farin til vinkonu sinnar.

afiogoddur.jpg

Svo hittum við Eddu systur mína og Jón,
en þau voru með Selmu, Jóa og börnunum.

systir.jpg

Klukkana er nú ekki nema um ellefu og áfram skal haldið þennan sumardag, því það er stórsýning í Íþróttahúsi Vallaskóla þar sem fjöldi fyrirtækja sýnir og kynnir allt milli himins og jarðar og leiktæki úti fyrir börnin.

Hér kemur svo smá viðbót.
Auðvitað fórum við svo á fyrirtækjasýninguna og í leiktækin sem voru á skólalóðinni.Svo enduðum við á því að grilla og meira en það, því þó sólarlaust væri þá var lognið svo mikið að við létum okkur hafa það að borða úti á palli. 
Í kvöld leit svo í heimsókn hann Jens tengdapabbi Sigurrósar.
Þetta hefur verið mjög góður dagur og á morgun ætla ég að fara í blómaleiðangur og gera fínt fyrir 17. júní sem er jú á næstu grösum.
grill1.jpg

Nú er degi farið að halla og ömmubörnin komin í rúmið þreytt og ánægð eftir skemmtilegan dag en myndir dagsins eru hér.

Svo er það bókin mín góða sem hittir svo oft í mark. Í dag býður hún upp á þennan pistil.

Besta lækningin við elli eru góðar minningar

um skemmtilegar stundir í félagsskap vina.

GÓÐA HELGI ALLIR NÆR OG FJÆR.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar