Vinkonuhittingur.

Í gærmorgun fór ég í enn einn tímann í sjúkraþjálfun til Reykjavíkur, en ég hef verið að fara í nokkra tíma hjá honum Jakobi sem ég var árum saman hjá í Reykjavík. Hann er nefnilega, hvað sem um aðra má segja BESTUR og ekki orð um það meir.

Eftir tímann í gær hitti ég síðan Eddu Garðars og við æskuvinkonurnar lögðum leið okkar niður í miðbæ 101 og fengum okkur að borða á Geysi- Bistro. Auðvitað flaug tíminn frá okkur í einu vetfangi og við komumst ekki hálfa leið með allt sem við þurftum að tala um þrátt fyrir að sitja yfir matnum í um tvo tíma.  Hvað eru líka tveir tímar fyrir æskuvinkonur sem eiga svo margar sameiginlegar minningar og hittast allt of sjaldan.

Edda átti að vera annarsstaðar klukkan rúmlega fjögur, en hún gaf sér samt tíma til að koma með mér og heilsa aðeins upp á þær mæðgur Sigurrós og Rögnu Björk.

Sigurrós tók þessa mynd af okkur vinkonunum með nöfnu mína.

rbj_egg_rj.jpg

Þegar Edda var farin þá gleymdi ég mér alveg og fór ekki austur fyrr en klukkan að verða sex.  

Hér er hún nafna mín að skoða myndaalbúm sem mamma hennar keypti. í þetta albúm, sem er úr plastefni,  eru settar myndir af fjölskyldunni og barnið má leika sér með þetta að vild.

Mér finnst hún svo mannaleg með þetta
þó hún sé bara þriggja mánaða síðan 10. júní.

Getur það verið satt að ömmur séu alltaf montnastar þegar barnabörnin eru annars vegar?

rbj_myndaalbum.jpg

Svo hlakka ég mikið til á morgun því þá koma þær mæðgur í hemsókn austur og þá ætla ég að reyna að ná mynd af barnabörnunum mínum saman.

Já, lífið getur svo sannarlega verið mjög ljúft við mann.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Vinkonuhittingur.

  1. Sigurrós says:

    Hlakka mikið til að koma á morgun og já, við verðum að ná mynd af öllum krökkunum saman 🙂

Skildu eftir svar