Afmælisbarni rænt.

Nei, kannski var það nú ekki svo alvarlegt. En við afrekuðum þó að fá að hafa afmæliskaffi hérna fyrir hana Evu hans Hauks sem á fertugsafmæli í dag. Við vissum að hún ætlaði ekki að halda upp á afmælið fyrr en hún væri komin í nýju íbúðina sína eftir mánuð, svo við notuðum tækifærið og kölluðum á þær systur sem á landinu eru og fjölskyldur í kaffi. Þakka þér fyrir Eva mín að gleðja okkur með því að vilja koma og vera hjá okkur í dag.

Á þessari mynd er;
Haukur, Borghildur dóttir hans, Leonora dóttir hennar,
afmælisbarnið Eva fyrir miðju borðinu og síðan
koma Haukur sonur hennar og Miriam enska kærastan hans.

afmev.jpg

Það vantaði hinn soninn Darra sem er hjá Hullu móðursystur sinni í Danmörku núna. Það hefði nú verið gaman ef þau hefðu öll getað verið líka en fjarlægðin kemur í veg fyrir það.

Við Haukur nutum þess að hafa unga fólkið í kringum okkur i dag og það var gaman að heyra hvað Haukur afastrákur hafði að segja um nýlega dvöl sína í Palestínu og Miriam var nýbúin að ferðast um Indland og kynnast þar bæði landi og menningu.

Við héldum svo einum gestinum eftir þegar hinir fóru aftur til borgarinnar. Leonora fær að vera hjá okkur afa í nokkra daga en það hefur lengi staðið til.

Hér var ég búin að búa um þau bangsa í gestaherberginu
og engin vandræði voru fyrir þau að sofna þegar þau voru orðin syfjuð.

afmev2.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Afmælisbarni rænt.

  1. afi says:

    Góð heimsókn.
    Gestagangur góður er. Það fer ekki á milli mála.

  2. Hulla says:


    Mikið er Bogga lík mér á þessari mynd, var bara allveg að ruglast.
    Og Leonóra er alveg eins og Bogga var lítil.
    Jóa náttúrulega bara eins og unglingur :o)
    Mikið hlakka ég til að sjá ykkur öll!!

  3. Eva says:

    Innilegar þakkir fyrir góðar móttökur og frábærar kræsingar. Vaxtarlag mitt er afar þakklátt fyrir að þið skuluð ekki búa í Vesturbænum því ég held að staðfastasta fólk yrði fljótt átfíklar af því að heimsækja þig of oft.

Skildu eftir svar