Góða helgi.

Enn hef ég ekki gefið mér tíma til að sinna þér kæra dagbók.
Eftir að við komum úr ferðalaginu höfum við verið að hreinsa og frysta ber og þvo það sem safnast hafði af þvotti. Nú erum við að rjúka í bæinn til þess að skila nýjum leigjanda íbúðinni hans Hauks á Austurbrúninni en í síðustu viku lukum við við að pakka niður persónulegu hlutunum hans Hauks og koma þeim sem ekki koma á Selfoss  í geymslu.  Svo bíður mín kvöldverðarboð í Rauða Húsinu í kvöld þegar við komum aftur austur til að halda upp á það að kappinn er nú kominn í Sóltúnið með meira en bara nærfötin sín og sokkana, ha,ha.

Meira verður þetta nú ekki að sinni.

Njótið helgarinnar kæru vinir

Lesningin sem ég fletti uppá í bókinni góðu  er þessi;

Hjartað er allt of heilagur staður
til að geyma eitthvað ómerkilegt nálægt því.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar