Tók út tengla.

Ég var í tiltekt áðan og tók út þá tengla sem ekki hafa sett neitt inn hjá sér í hálft ár eða meira. Ég tók líka út þá tengla sem eru læstir og ég hef ekki lykilorð fyrir. Það virðist vera mikið um það að barnasíðurnar séu læstar svo ég sé ekki tilgang í því að hafa tengla á þær á síðunni minni. Hinsvegar væri gaman að fá send lykilorð á ragna@betra.is svo ég geti sjálf komist inná þessar síður.

Ég vildi bara láta ykkur vita af hverju þessi hreingerning á síðunni minni var gerð.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Tók út tengla.

  1. Elísabet og Lísbet says:

    Takk fyrir veita aðstoð!
    Erum að halda 2 ára afmæli á morgun og vissum ekkert hvernig við ættum að gera gott krem á afmælisteruna. Þá prufaði Elísabet að slá inn leitarorði á Google og þá kom síðan þín. Við notuðum kremið í „Brúnterta Dússýjar“.
    Takk fyrir okkur
    -Tvær ungar og (vonandi upprennandi) húsmæður utan af landi 😉

  2. Svanfríður says:

    Mikið var ég fegin að sjá að nafnið mitt var ekki farið út:)

  3. afi says:

    Slapp
    afi slapp með skrekkinn í þetta sinn.

  4. Ragna says:

    Já nú er sko eins gott að standa sig til að vera ekki tekinn út af sakramentinu.

  5. Ragna says:

    Elíasabet og Lisbet.
    Mikið er gaman að heyra að þið gátuð notað þessa gömlu uppskrift. Þetta var fyrsta brúntertuuppskriftin sem ég bakaði fyrir meira en 40 árum, en Dússy var elsta systir mín.
    Það var líka gaman að þið skylduð senda kveðju hérna inná síðuna.
    Verið bara velkomnar aftur.

Skildu eftir svar