Karakterinn

Við Haukur höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig t.d. fótboltalið getur haft karakter.  Erum við svona skrýtin að finnast að orðið karakter eigi við einstakar persónur en ekki hópa eða lið?  
Það  heyrist varla sú íþróttafrétt að ekki sé talað um karakterinn í liðinu, hann sé ýmist góður eða slæmur.  Það er aldrei talað um að liðsandinn sé góður eða slæmur eða að einhver ákveðinn liðsmaður sýni góðan karakter.

Hafa fleiri tekið eftir þessu?
Það væri nú fínt ef einhver vill tjá sig um þetta og kannski veit einhver með vissu hvort þetta er málfarslega rétt eða hvort við Haukur erum á villigötum í okkar setningafræði. Orðabelgurinn tekur við umræðum um þennan karakter.

Hér kemur smá viðbót.

Ég hrökk við í morgun þegar þessi fyrirsögn á íþróttasíðu Fréttablaðsins blasti við mér.

islenska.jpg

Þetta var nú kölluð þágufallssýki í mínum barnaskóla og þótti ekki fínt.
Hvernig verður íslenskan í framtíðinni með svona áframhaldi?

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Karakterinn

  1. Svanfríður says:

    Ég er sammála ykkur skötuhjúum með þetta.
    Ég er þess fullviss að hún móðir mín í kví kví mun einnig setja inn athugasemd um þetta mál:)

  2. Hulla says:

    Er karakter ekki danskt orð? Eða „útlenskt“ a.m.k.
    Í Dönskunni er karakter notað yfir sérkenni (einkenni) og getur það átt við bæði einstaklinga og hópa.
    Vinnustaður getur t.d haft góðan eða slæman karakter. Ef talað er um persónu, þá er meira verið að tala um persónuleika. Það er sennilega það sem þið pabbi eruð með í huga. Við mundum aldrei segja að heilt fótboltalið hefði sterkann persónuleika.
    Þannig sé ég þetta a.m.k.
    Gaman að vita hvað Jóa segir um þetta 🙂
    Góða viku til ykkar og knús héðan.

  3. Sigurrós says:

    Íþróttalýsingarnar geta oft á tíðum verið skrautlegar. Leikmennirnir eru t.d. að „taka snertingar á boltann“ í stað þess að „fá boltann“ eins og ég held að það hafi einu sinni heitið.

  4. Ragna says:

    Þetta karakterdæmi er nú bara úr fréttaviðtali sem ég heyrði um helgina vegna landsleiksins. Ég legg nú ekki í að tína til allt sem þeir segja í hita leiksins í lýsingunum.

  5. Guðlaug Hestnes says:

    ja hérna…
    og bæti um betur karakterlega séð… OMG!! Bull — bull.

Skildu eftir svar