Mikið gaman þessa helgina.

Ég þakka allar afmæliskveðjurnar sem ég hef fengið í dag og reyndar i gær líka. Magnús sendi mér svo fína kveðju á heimasíðunni sinni í dag – það frétti ég í góðu símtali sem ég fékk.  Í gær var ég með smá afmæliskaffi fyrir afkomendurna og Edda systir mín og Jón Ingi komu líka.

Ég var búin að segja að ég ætlaði að reyna að ná mynd af barnabörnunum saman. Þetta er afraksturinn, en eins og mig grunaði vildi hann nafni minn ekkert vera að eyða tíma í að sitja kyrr hjá systur sinni og bíða eftir því að amma tæki myndina.  Fleiri myndir eru þó af þeim með öðrum myndum helgarinnar hér.   Svo á hún nafna mín eflaust eftir að koma með myndir á síðuna sína.  

barnab.jpg

Í raun eru búin að vera hátíðarhöld hér síðan á föstudag, en þá komu tvær af dætrum Hauks ásamt Eika og Leonoru og um kvöldið fórum við á árshátíð eldri borgara hérna á Hótel Selfossi og auðvitað var línudansinn tekinn þar, hvað annað. 

Þessa mynd tók Edda systir mín af okkur þegar við vorum tilbúin að fara.

arshat.jpg

Síðan tók hvað við af öðru um helgina og í kvöld á afmælisdaginn minn bauð Haukur mér síðan í mat í Rauða Húsið á Eyrarbakka. Við fengum æðislega fiskitvennu, skötusel og humar, nammi, namm. Ég mátti til með að taka mynd af matnum en ég varð svo andaktug þegar ís-eftirrétturinn kom að ég gleymdi að taka mynd af honum.

Hér er sem sé fiskitvennan.

afm_matur.jpg

Nú ætla ég að leggjast á meltuna og reyna að lesa svolítið áður en augnlokin byrgja mér sýn til frekari lesturs.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Mikið gaman þessa helgina.

  1. Linda says:

    Jah, það er aldeilis búið að vera nóg um að vera hjá þér nú síðustu daga.. Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn þinn elsku Ragna..

Skildu eftir svar