Góða helgi.

Hvílík tilbreyting hvað veðrið hefur verið gott síðustu daga. Ég ákvað að bíða ekki eftir frekari stormi og rigningu og skellti mér í bæjarferð. Ég fór fyrst til Sigurrósar og Rögnu Bjarkar en sú síðarnefnda sem nú er orðin 10 mánaða, dafnar af miklum krafti eins og sjá má ef þið farið inn á síðuna hennar (smellið hér) http://ragnabjork.betra.is/ og smellið síðan á nýjasta myndbandið. 

En fyrst og fremst var nú ferðinni í dag heitið til að heimsækja hana tengdamömmu mína sem er orðin það lasburða að hún fer lítið út úr húsi sjálf.  Ég hef nánast ekkert farið í bæinn í lengri tíma svo mér fannst það meira en tímabært að ég liti inn hjá þeim Ingabirni.
Eftir að hafa setið hjá þeim góða stund var síðan ferðinni heitið aftur á Selfoss. Það var yndislegt að aka austur í ljósaskiptunum í svona góðu veðri. Mér finnst maður allt í einu vera að taka eftir því að daginn er farið að lengja. Það er kannski ekki skrýtið því í dimmviðrinu sem verið hefur undanfarið sá aldrei  í dagsbirtu.

Nú þarf ég að koma mér í rúmið og reyna að sofa skikkanlega í nótt, á morgun ætla ég nefnilega að vera hress því við erum að spá í að aka í bæinn og fara á harmonikuball í Breiðfirðingabúð annað kvöld og dansa þar polka og ræla og valsa, tra, la,la,la,la. 

 Nú segi ég bara góða nótt og 

Góða helgi allir nær og fjær

Það er ástæða til að halda upp á það
á hverjum degi, hvað maður er vel settur
í lífinu miðað við svo marga aðra.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Góða helgi.

  1. skór..
    töfraskór já skór sem dansa dansa, skór sem dansa nótt og dag! (syngist) Góða skemmtun og helgi mín kæra.

  2. Linda says:

    Það verður aldeilis gaman að dansa út í nóttina og inn í næsta dag..

    Góða skemmtun mín kæra..

  3. Ég sjálf says:

    Sorrý Stína, áform okkar um að fara á ball í Reykjavík breyttist, en koma tímar og koma ráð. Við tókum bara kántrýdans á stofugólfinu í staðinn.

  4. Svanfríður says:

    Rællinn dunar þá bara seinna.
    Yndisleg frásögnin af ömmunni,kútnum og leikskólanum. Þetta fer í minningarbankann.Góðar stundir.Svanfríður.

Skildu eftir svar