…og enn snjóar og snjóar og snjóar.

Já það er ekkert lát á snjókomunni og núna klukkan þrjú eru vinkonurnar líklega að setjast að krásunum hjá henni Ástu í saumaklúbbnum í borginni, en það snjóaði svo í morgun og um um hádegið að ég þorði ekki einu sinni með rútunni. Síðan kom smá hlé og ég fór að fá bakþanka og kíkti inn á vef vegagerðarinnar og þá endanlega ákvað ég að hætta alveg að hugsa um bæjarferð því bæði er leiðin alveg blámáluð sem þýðir hálka og svo er hún líka vörðuð með snjómerkjum.

En, Þrátt fyrir það að ég missi af öllum tertum og öðrum góðgerðum í dag þá er stanslaus veisla hérna á pallinum hjá okkur. Gestirnir eru í þúsundatali þegar best lætur og hreyfa sig ekki þegar bætt er á veisluborðið. Eini gallinn er sá að öðru hvoru sjást ekki veitingarnar fyrir úrkomunni.

Hér eru nokkrar myndir af gestunum okkar.

fuglaro81.jpg

fuglar082.jpg

Já, svona er Selfoss í dag

fuglar083.jpg

Og svo verð ég að láta þessa fylgja með
en hún er tekin út um dyrnar að pallinum.

fuglar5.jpg

Sama myndefni frá öðru sjónarhorni.

snjor6.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to …og enn snjóar og snjóar og snjóar.

  1. þórunn says:

    Ja hérna
    Þessar snjómyndir eru alveg dásamlegar og sýna svo vel hvernig ástandið er, þessar myndir verð ég að sýna nágrönnum mínum á morgun, þeir sem halda að hrím sé snjór. Það væri betur að fleiri væru eins gætnir g þú Ragna mín, ég hef það á tilfinningunni að fólk æði bara af stað og finnist svo sjálfsagt að hringja á Björgunarsveitina til að láta þá bjarga sér.
    Bestu kveðjur frá afmælisbarninu og mér,
    Þórunn

  2. Vá…
    Gott að þú fórst hvergi. Fuglarnir yndislegir, en ég hata þann hvíta!

  3. Hulla says:

    En og aftur, dásamlegar myndir.
    Þú ert alltaf jafn vilnsæl hjá þeim fiðruðu 🙂
    Það ætla ég að vona að þið lokist ekki inni vegna snjós.
    Bið að heilsa voða vel.

  4. Karen says:

    Heppin
    Vá hvað þið eruð heppin að fá allan þennan snjó, við fáum ekki einu sinni frost hér í Köben. Ef ég væri heima á Ílslandi þá myndi ég pottþétt fara út að leika, búa til snjókarl og snjóhús.
    Og fuglarnir eru svo sannarlega heppnir að þið gefið þeim eitthvað í gogginn, greyin þeir eru ábyggilega svo svangir.

    Kveðja Karen

  5. Svanfríður says:

    Yndislegir gestir og yndislegar myndir.

Skildu eftir svar