Allt í góðumm gír.

Það er auðvitað alltaf þetta nema…. þegar það er allt gott að frétta. Nú er ég nefnilega komin með ferlega leiðinlegt kvef, rám og með hósta. Vonandi verður það nú orðið gott eftir nákvæmlega viku því þá á ég að vera að stíga um borð í flug til Tenerife. Ég drekk því í gríð og erg göróttan drykk sem ég útbý þannig að út í eina drykkjarkönnu fara svona þjú pressuð hvítlauksrif, engifer skorið í þunnar sneiðar og saxað, smá hunang og í gærkveldi setti ég smá Topas líkjör útí en það gerir maður auðvitað ekki að degi til. Út á þetta helli ég sjóðandi vatni og drekk og auðvitað tygg svo engiferinn til þess að áhrifin verði meiri. Ég verð að játa að mig svíður í munninn en hvað skal gera. Maður byrjar auðvitað alltaf á einhverju náttúrulegu og eins og ég sagði við Hauk þá drepur þetta annaðhvort bakteríurnar eða sjálfa mig ef ég er að innbyrða þetta allt of sterkt. Nú er bara að sjá til en ekki öfunda ég snyrtikonuna sem ætlar að fara lappa upp á litinn á augnumbúnaði mínum, þegar ég mæti hjá henni á eftir því lyktin af mér er örugglega ekki góð eftir drykkinn sem ég var að klára núna.

Svo verð ég að segja það við ykkur að ég var alveg himinlifandi yfir ölum "commentunum" sem ég fékk frá ykkur í orðabelginn minn. Þakka ykkur kærlega fyrir. Þið fáið öll sent knús. Það er svo stórkostlegt að vita af ykkur.

Nú verð ég að rjúka bara korter í mætingu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Allt í góðumm gír.

  1. Linda says:

    Iss, þú verður sko orðin góð fyrir Tenerife ferðina..
    Hugsaðu bara hvað bíður þín þar, sól, hiti, sundlaug, sundlaugardýna, pina colada, frábærir veitingastaðir og algert „afslappelsi“. Lífið gæti ekki verið betra..

    Bestu kveðjur,
    Linda

  2. Ragna says:

    Nei, það segir þú satt Linda mín. Ég þarf sko ekki að kvarta. Þetta kvef og vesen þekki ég líka því ég verð alltaf svona þegar eitthvert álag er. Það gufar vonandi upp á fyrsta degi í sólinni. Ég lofa að drekka einn PinaColada fyrir þig við sundlaugarbarinn. Ja, nú er að standa við stóru orðin því ég drekk oftast vatn við sundlaugina. En, ég lofa að hugsa til þín og panta PinaColada.

  3. kvef..
    Nú skaltu hafa vaðið fyrir neðan þig mín kæra Ragna og láta lækni kíkja á þig í tíma, altso áður en þú ferð á Kanarí! Þetta er bölvuð pest og þrálát. Góðan drukk!

  4. Oddný Erla Valgeirsdóttir says:

    Nýr bloggari!
    Sæl Didda mín, ekki átti ég von á að þú kæmir til að taka þátt í þessarri þjóðaríþrótt, blogginu en lengi skal manninn reyna. Gott hjá þér, það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar, ég er auðvitað bé……. ómynd og blogga ekki, ekki enn. Hver veit?

    kv. Oddný

Skildu eftir svar