Kveðjustund.

Færslan mín í dag er ekki um flutninginn í Kópavoginn eins og þið vinir mínir hafið beðið eftir.

Ég minnist hins vegar á þessari stundu hennar tengdamóður minnar, Guðbjargar Oddsdóttur, ömmu stelpnanna minna, sem kvaddi þennan heim fyrir nokkrum klukkustundum eftir langvarandi og erfið veikindi.  Við höfum daglega í nokkra daga verið að kveðja hana og ekki búist við að sjá hana lífs aftur, en hún var seig eins og hún hafði verið allt sitt líf og fór ekki fyrr en hún var alveg tilbúin.  Hver veit nema hún hafi valið sér sér daginn og stundina sjálf. Það, að hún kvaddi í dag, er nefnilega sérstakt  fyrir það að þetta er afmælisdagurinn  hennar Guðbjargar minnar, sem  einnig er Oddsdóttir og því alnafna ömmu sinnar.

Það var friðsæl og falleg kveðjustund sem sjúkrahúsprestur Líknardeildarinnar á Landakoti hélt með aðstandendum  í kvöld og ég var þakklát  fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vera þar viðstödd .  Starfsfólk líknardeildarinnar er alveg einstaklega alúðlegt og á skilið miklar þakkir fyrir góða umhyggju, bæði við sjúklinginn sjálfan og gagnvart aðstandendum.

——————————

Fréttir af flutningnum í Kópavoginn bíður enn um sinn en ég get þó sagt að allt hefur gengið vel og okkur líður mjög vel hérna í nýju íbúðinni.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

8 Responses to Kveðjustund.

  1. Anna Sigga says:

    Falleg færsla!
    Á engin orð að sinni, bara knús!

  2. Hulla says:

    1000 kossar á ykkur stelpurnar…
    Ástarkveðjur Hulla og fjölsk

  3. þórunn says:

    Að heilsast og kveðjast..
    Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur, það er lausn þegar fólk fær að kveðja átakalaust eftir erfið veikindi, þó skilnaður við ástvini sé alltaf sár.
    Bestu kveðjur frá Palla og mér,
    Þórunn

  4. Borghildur says:

    Innilegar samúðarkveðjur til þín og dætranna.

    Kv. Borghildur

  5. Kolla Valtýs says:

    Samúð
    Ragna mín,
    Samúðarkveðjur til þin og dætra þinna. Ég fór einmitt inn á bloggið þitt til að vita hvort nokkuð hefði breyst með líðan Guðbjargar. Ingunn sendi mér email í gær morgun og þá virtist stutt eftir. Nú get ég þá sent henni kveðjur mína. Takk fyrir og kveðjur Kolla í Washington

  6. Hulla says:

    Gleðilega Páska
    Gleðilega páska á ykkur gömlu 🙂
    Ástar og saknaðarkveðjur héðan.

  7. afi says:

    Samúðarkveðja.
    Að heilsast og kveðjast er lífsins gangur. Sendi þér samúðarkveðju.

  8. Anna Bj. says:

    Innilegar sambúðarkveðjur til þín, Didda mín og dætranna.
    Vona að þið hafið e-ð getað hvílt ykkur um páskana.
    Bestu kveðjur.

Skildu eftir svar