Loksins.

Venjan er sú að ég er svo spennt að hlaða myndum af myndavélinni minni inn á tölvuna, að ég geri það samdægurs. Nú var ég hinsvegar loksins að hlaða inn myndum allt frá febrúar til dagsins í dag.  Inni í þeim pakka eru þrjú albúm frá afmælunum í marz  og myndir úr nýju íbúðinni okkar að ógleymdri Tenerife ferðinni í Febrúar. Smellið á undirstrikanirnar ef þið viljið skoða.

Við erum búin að koma okkur notalega fyrir á nýja staðnum
og greinilegt að sólin skín víðar en í Sóltúninu.

fens1jpg.jpg

og hér sjáum við sólina hníga í sæ á kvöldin. 

fens2.jpg

Fyrir klukkan átta á morgnanna sjáum við svo börnin koma úr öllum áttum
eftir göngustígunum á leið sinni í skólann, sem þarna sést á hægri hönd. 
Veðrið var ekkert spennandi í morgun og myndin, sem
tekin er út um gluggann, því nokkuð óskýr.

fens3jpg.jpg

Svo má ég til með að sýna ykkur hvað við fengum fallegan blómvönd
frá saumaklúbbnum mínum, en það var saumó hjá mér í dag.

fens4.jpg

Nú erum við sem sé  laus við annríkið vegna flutninganna. Búin að skila af okkur á Selfossi og búin að gera nokkuð kósý hjá okkur hérna í kópavoginum svo nú getum við farið að njóta.  Við hliðina á skólanum, nánast í bakgarðinum hjá okkur er líkamsræktarstöðin Nautulus og þar ætlum við að kaupa árskort og vera dugleg að æfa eins og við gerðum í Styrk á Selfossi.  Plúsinn við þessa stöð er sú, að það fylgir að fara í heita potta, gufubað og sundlaugina svo það er ekki amalegt að hafa þetta svona nálægt. Það vantar auðvitað Trausta sjúkraþjálfara sem hélt utan um æfingarnar mínar fyrir austan, en gamli sjúkraþjálfarinn minn hann Jakob er tilbúinn að taka mig aftur svo það mál leysist eins og annað.

Þegar ég segi vantar, þá er það auðvitað svo að það er aldrei mögulegt að safna öllum góðu hlutunum á einn stað og skilja allt sem neikvætt er eftir á öðrum stað.  Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar fyrir austan og vona að þau eigi einhvern tíman eftir að bætast í hópinn hér vestan Hellisheiðar. Við sjáum í dag fátt annað neikvætt við þessi búsetuskipti og erum mjög ánægð hérna.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Loksins.

  1. þórunn says:

    Biðin á enda
    Ég er búin að bíða spennt eftir þessum fréttum og myndum, það þurfti ekkert að efast um að þið kæmuð ykkur vel fyrir og allt væri smekklegt að vanda. Hvorki spillir útsýnið eða nágrennið, allt eins og best verður ákosið. Ég stóðst ekki að skrifa nokkur orð þegar ég sá að ég var fyrst á blaði, en nú fer ég og skoða allar myndirna sem þú varst að setja inni. Enn og aftur til hamingju með þetta allt. Bestu kveðjur til ykkar Hauks,
    Þórunn

  2. Fallegt
    Þetta hljómar bara vel. Líði ykkur vel.

Skildu eftir svar