Til hamingju Magnús Már

Ég óska honum Magnúsi Má tengdasyni mínum innilega til hamingju með afmælið.  Svo er þetta líka skírnarafmæli Ragnars Fannbergs en hann var skírður á afmælisdegi pabba síns. 

Ég hugsa mikið til þeirra feðga í dag.  Nú kemur tengdó ekkert í afmæliskaffi í Grundartjörnina, enda allt á kafi í snjó eina ferðina enn.  Það var samt á dagskránni að koma austur því við eigum sumardekkin okkar í geymslu á Selfossi og töldum að það væri komið að því að sækja þau og setja undir bílana í staðinn fyrir fjárans nagladekkin.
Í gær sat Haukur hérna úti á svölum í sólbaði og við töluðum um að sumarið væri bara komið. Síðan brá okkur í brún í morgun þegar þriggja tommu snjór var kominn yfir allt. Já svona er nú Ísland í dag þegar sumardagurinn fyrsti er á næstu grösum.

magnafm.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Til hamingju Magnús Már

  1. ammli!
    Til hamingju með daginn, en það er komið nóg af vetri og snjó. Kveðja í bæinn.

  2. Magnús Már says:

    Þakkir
    Þakka kveðjurnar tengdamóðir sæl. Það er svona að flytja frá hinu græna og veðursæla Suðurlandsundirlendi og á þennan útkjálka sem höfuðborgarsvæðið er, opið við veðri og vindum – hah ha.

Skildu eftir svar